fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Morgunblaðið ver aðgerðir Bandaríkjaforseta: „Af hverju hafði enginn áhyggjur fyrr?“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 10. maí 2018 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í leiðara Morgunblaðsins í dag er fjallað um þá umdeildu ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að rifta kjarnorkusamningi Bandaríkjanna við Íran. Samningurinn var gerður milli Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína, Rússlands og Þýskalands, um að aflétta viðskiptaþvingunum á Íran, gegn því að klerkastjórnin takmarkaði kjarnorkuáform sín verulega.

Fréttaskýrendur og stjórnmálamenn um heim allann hafa keppst við að gagnrýna ákvörðun Trumps, þar sem hún ógni stöðugleikanum fyrir botni Miðjarðarhafs ef Íran hæfi að auðga úran á ný, en það er notað við gerð kjarnorkuvopna.

Leiðarahöfundur segir samninginn hafa verið gallaðann:

„Samningurinn við Íran var óneitanlega götóttur, gallaður og ómögulegt að sannreyna hann.“

 

Skrifari ver þónokkrum dálksentimetrum í að útskýra hversu útreiknanlegur Barack Obama, fyrirrennari Trumps, hafi verið í utanríkisstefnu sinni:

„Það er sagt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé óútreiknanlegur. Hann sagði sjálfur í kosningabaráttunni að næði hann kjöri myndi hann verða óútreiknanlegur. Obama fyrirrennari hans var óþægilega útreiknanlegur. Hann hóf feril sinn á að biðja Mið-Austurlönd afsökunar á framgöngu Bandaríkjanna þar. Svo hófust samningar við Íran um kjarnorkuvopnagerð þeirra. Klerkarnir í Teheran voru fljótir að reikna Obama út. Þeir héldu áfram að vinna að kjarnorkuvæðingu landsins allan við- ræðutímann með afsökun um að auðgun þeirra á úrani væri eingöngu til iðnaðar- og almenningsnota. Obama lofaði umheiminum því að gerði Sýrlandsstjórn sig seka um beitingu eiturgass gegn almenningi yrði þeim refsað harðlega. Assad beitti eiturgasi og Obama brást. Nú er vitað að hann taldi að refsiaðgerðir myndu spilla fyrir samningum við Íran, bandamann Assads. Klerkarnir höfðu reiknað Obama rétt.“

Þá segir skrifari að þar sem það hafi löngu legið ljóst fyrir hvaða aðgerðir Trump hafði í hyggju varðandi Íranssamninginn, skuli það vera skrýtið að hinar þjóðirnar skuli fyrst núna lýsa yfir áhyggjum sínum:

„Trump hefur í tæp tvö ár hótað að rifta „versta milliríkjasamningi sögunnar“. Nú segjast Evrópuríkin, Kína og Rússland og fleiri „hafa áhyggjur af málinu“. Íran hélt áfram tilraunum með langdrægar flaugar sem flutt geta kjarnorkuvopn. Vikuna eftir að samningurinn við Íran var undirritaður hélt æðsti klerkur Írans fjöldafund. Tónninn í garð Bandaríkjanna var sami og fyrr. Mannfjöldinn hrópaði ákallið um „að dauðinn skyldi hirða Bandaríkin“. Það er ekki um það deilt að á fáeinum mánuðum eftir að Íranssamningur rennur út geta Íranar „löglega“ komið sér upp kjarnorkuvopnum. Milljörðum dollara, sem Obama lét færa klerkastjórninni að næturþeli í dollurum, evrum og svissneskum frönkum, í órekjanlegum notuðum seðlum, hefur verið komið til Assads, uppreisnarmanna í Jemen og ýmissa hryðjuverkasamtaka.“

Þá vitnar skrifari í sérfræðing hjá hinu breska dagblaði The Daily Telegraph, sem segir að árásarstefna Írans sé ástæðan fyrir því að samningnum var rift, en ekki Trump sjálfur. Þá spyr leiðarahöfundur af hverju engin hafði áhyggjur fyrr:

„Con Coughlin, sérfræðingur erlendra frétta hjá Telegraph, segir að árásarstefna Írans ráði því hvernig komið sé fyrir samningunum. Ekki Trump. Obama sagðist trúa og treysta því að eftir samninginn myndi Íran laga sig að friðsamlegu samstarfi þjóða. Coughlin segir þennan barnaskap fyrir löngu orðinn aðhlátursefni. Íran hafi komið fyrir þúsundum flugskeyta í Sýrlandi sem beint sé að borgum og bæjum í Ísrael! Hann segir eina af ástæðum þess að Obama hafi ákveðið að taka þátt í samningagerð um kjarnorkuþróun Írana að hún drægi úr hættu á átökum á milli Teheran og Jerúsalem. Þremur árum síðar hafi óveðursský hrannast upp vegna fjölda ögrandi skrefa Íransstjórnar eftir undirritun samningsins. Af hverju hafði enginn áhyggjur fyrr?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega