fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Les Davíð ekki Moggann?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 10. maí 2018 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjan vitnar í forystugrein Morgunblaðsins þar sem kemur fram stuðningur við þá ákvörðun Donalds Trump að rifta kjarnorkusamningnum við Íran. Meðal annars má lesa þessa staðhæfingu um samninginn:

Samningurinn við Íran var óneitanlega götóttur, gallaður og ómögulegt að sannreyna hann.

Reyndar er það málum blandið. Meira að segja í Morgunblaðinu sjálfu, tveimur blaðsíðum á undan leiðaranum, er fréttaskýring eftir Boga Þór Arason þar sem segir að Íranir hafi staðið við samninginn. Ritstjórinn hefði semsagt mátt lesa sitt eigið blað:

Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Kína, Rússlandi og Þýskalandi segjast ætla að standa við samninginn og telja að Íranar hafi staðið að fullu við skilmála hans. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) hefur einnig staðfest það. Jafnvel hátt settir embættismenn í Bandaríkjunum hafa tekið undir þetta, þeirra á meðal Mike Pompeo utanríkisráðherra og Dan Coats, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar.

En þarna erum við komin að viðkvæmum hlut. Gjöreyðingarvopnum og hernaði í Miðausturlöndum.  Á Mogganum undir núverandi stjórn er það nánast eins og að nefna snöru í hengds manns húsi.

Efnt var til stórstyrjaldar í Írak á þeim forsendum að þar væri að finna falin gjöreyðingarvopn. Alþjóðlegir eftirlitsmenn mótmæltu þessu, en en til að styðja stríðsæsingarnar voru lögð fram fölsuð gögn.

Og svo var farið í stríð sem hleypti öllum heimshlutanum í bál og brand. Það er nokkuð almenn skoðun að þetta séu langstærstu mistök 21. aldarinnar á alþjóðavettvangi.

Meðal þeirra sem ákafast studdu innrásina í Írak var núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, forðum forsætisráðherra og síðar utanríkisráðherra um  hríð. Ísland var sett í hóp stuðningsþjóða þessa glapræðis. Maður hefur tæplega orðið var við iðrun vegna þessa.

En ein af afleiðingum stríðsins í Írak var að Íran óx ásmegin. Kjarnorkusamningurinn sem Evrópusambandsríki, Bandaríkin, Kína og Rússland studdu var tilraun til að halda frið á svæði þar sem lítill neisti getur orðið mikið bál. Til átaka kom milli Ísraela og Írana í Sýrlandi í nótt. Í dag lýsti Angela Merkel því yfir að Evrópa gæti ekki lengur treyst því að Bandaríkin – langstærsta herveldi heims – tryggi öryggi hennar.

Það eru stór tímamót. Varnarsamstarf vestrænna þjóða sem hefur haldið síðan í heimsstyrjöldinni er í uppnámi. Þetta samstarf var eins og heilagt guðspjall á Mogganum á sínum tíma, ekkert gekk því framar. En það hefur breyst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega