fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Vilja menn dræma kjörsókn?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 9. maí 2018 00:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í borgarstjórnarkosningunum 2014 var kjörsóknin 62,6 prósent. Hún hrundi beinlínis frá 2010 þegar kjörsóknin var 73,4 prósent. Þá þótti hún reyndar ekkert sérlega góð.

Í kosningunum 2006 var hún 77 prósent. En svo getum við farið dálítið aftur, í kosningunum 1994 þegar Reykjavíkurlistinn felldi Sjálfstæðisflokkinn var kjörsóknin hvorki meira né minna en 88,8 prósent. Það var raunar algjört met, en í kosningunum 2002 var þátttakan 83,9 prósent, 1998 var hún 82,7 prósent.

En á tveimur áratugum, frá 1994 til 2014 fellur kjörsóknin um heil 26 prósentustig.

Nú gera menn því skóna að kosningaþátttakan gæti orðið enn lélegri en síðast. Jafnvel farið undir 60 prósentin. Það er ólíklegt að hinn mikli fjöldi framboða sé ávísun á mikla kjörsókn.

Þá ber svo við að kosning utan kjörfundar er í Smáralind. Þar er hún fyrir öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð, Mosfellsbæ, Seltjarnarnes, Garðabæ og Kjósarhrepp.

Smáralind er í Kópavogi. Hún er ekki í Reykjavík til að mynda. Það er svosem ekki ósennilegt að margir eigi leið þar um og kjósi. En hví eru ekki opnaðir kjörstaðir víðar? Í bæjunum, úti í hverfunum? Það getur varla verið svo mikið mál. Vilji menn hafa virkt lýðræði þarf að kosta einhverju til, það útheimtir fyrirhöfn.

Eða vilja menn kannski að kjörsóknin verði dræm?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki