fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Sterk staða Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 9. maí 2018 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt könnun Fréttablaðsins er Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ í nokkuð góðum málum nú sem endranær. Hann fengi átta fulltrúa kjörna af 11, með 63 prósenta fylgi, samkvæmt könnuninni. Næstur kemur Garðabæjarlistinn, með 23,5 prósent og þrjá menn kjörna. Þá kemur Miðflokkurinn með 4,5 prósent og Framsóknarflokkurinn fær 1,5 prósent, en hvorugur þeirra nær inn manni.

Garðabæjarlistinn er sameinaður fólki úr Samfylkingunni, Vinstri grænum, Bjartri framtíð, Viðreisn, Pírötum og óháðum.

Í kosningunum 2014 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 58,8 prósent atkvæða og sjö menn kjörna og staða flokksins því ansi sterk þrátt fyrir hið sameinaða framboð Garðabæjarlistans.

Sameining framboðanna, ásamt viðbót VG, Pírata og Viðreisnar, virðast því hafa lítil áhrif á Garðbæinga ennþá. Hinsvegar skal horft til þess að tæp 19 prósent sögðust óákveðin og rúm 17 prósent vildu ekki svara könnuninni.

Hringt var í 778 manns með lögheimili í Garðabæ þar til náðist í 652 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 7. og 8. maí. Svarhlutfallið var 83,8 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 54,3 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 9,3 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 18,9 prósent sögðust óákveðin og 17,5 prósent vildu ekki svara spurningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“
Eyjan
Í gær

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari
Eyjan
Í gær

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar
Eyjan
Í gær

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnarlax heldur starfsleyfinu

Arnarlax heldur starfsleyfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við