fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Borginni bannað að örva ungmenni með sms

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 9. maí 2018 09:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Póst- og fjarskiptastofnun vill ekki gefa Reykjavíkurborg leyfi til þess að senda hópskilaboð á unga kjósendur fyrir næstkomandi sveitastjórnarkosningar, með því markmiði að örva þau til aukinnar kjörsóknar. Frá þessu er greint á RÚV.

Slíkt athæfi er venjulega bannað, en borgin sótti um undanþágu, sem Póst- og fjarskiptastofnun taldi ekki vera í sínu valdi að veita heldur vísaði þess í stað á Persónuvernd, sem hafi meira með slík mál að gera, en ekki má senda slík skeyti til markaðssetningar, nema viðtakandinn hafi samþykkt að veita þeim viðtöku fyrirfram.

Viðleitni Reykjavíkurborgar er með því augnamiði að auka kjörsókn ungmenna. Í sveitastjórnarkosningunum árið 2014 var kjörsókn alls 62,6 prósent. Árið 2010 var hún 73,4 prósent og 2006 77 prósent. Árið 2002 var hún 83,9 prósent.

Í síðustu kosningum kusu aðeins 45 prósent ungmenna á aldrinum 18 til 9 ára og 42 prósent 20-24 ára.

Má því fullyrða að kjörsókn fari almennt hrakandi, sem hlýtur að teljast áhyggjuefni. Reykjavíkurborg greip því til þessa aðgerða, í samvinnu með Háskóla Íslands, til að rannsaka hvað lægi að baki lítilli kjörsókn ungmenna og hvaða þættir skiptu máli fyrir kjörsókn.

Reykjavíkurborg var gefin kostur á að andmæla ákvörðun Póst- og fjarskiptarstofnunar og hafði til þess frest til 7. maí, en hann var ekki nýttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“
Eyjan
Í gær

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari
Eyjan
Í gær

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar
Eyjan
Í gær

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnarlax heldur starfsleyfinu

Arnarlax heldur starfsleyfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við