fbpx
Eyjan

Menningarásjónan hleypir upp Nóbelsverðlaununum

Egill Helgason
Föstudaginn 4. maí 2018 11:56

Nóbelsskandallinn í Svíþjóð er lyginni líkastur. Fínasta stofnun landsins, Sænska akademían, er í algjörri upplausn. Það verður örugglega skrifuð bók um þetta kannski verður gerð bíómynd eða þættir á Netflix. Hin virðulega akademía kemur út eins og einkennilegur söfnuður afar ringlaðs fólks.

Og nú er búið að fresta veitingu Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum – það hefur ekki gerst síðan 1901 nema á sex árum þegar voru styrjaldir og árið 1935 þegar akademían taldi sig ekki geta fundið verðugan verðlaunahafa. Það er dálítið skrítið – það var enginn hörgull á góðum höfundum það árið.

En þetta er þrjóturinn sem málið snýst aðallega um, Jean Claude-Arnault, sænsk-franskur ljósmyndari, leikhúsmaður og allsherjar menningarviti. Hann er svo framarlega í menningarmálunum í Svíþjóð að hann gengur undir viðurnefninu Kulturprofilen sem gæti útlaggst sem Menningarásjónan. Hann er sakaður um að vera óstöðvandi og óseðjandi dólgur sem á að hafa beitt fjölda kvenna kynferðislegu ofbeldi. Meðal þeirra sem hann er sagður hafa káfað á er sjálf Viktoría, krónprinsessa Svíþjóðar, verðandi drottning. Enda hefur faðir hennar, kóngurinn Karl Gustav, gripið inn í. Akademían heyrir undir hann, og nú hefur hann tilkynnt að akademíumeðlimir, sem hingað til hafa verið settir þangað inn fyrir lífstíð, geti látið sig hverfa þaðan ef þeir vilja.

Arnault er líka sakaður um að hafa lekið nöfnum Nóbelsverðlaunahafa, notað upplýsingar sem hann hafði frá konu sinni, akademíumeðliminum og skáldkonunni Katarina Frostenson, til að veðja á verlðlaunahafa. Hann á að hafa lekið nöfnum eftirfarandi verðlaunahafa: Wislawa Szymborska (1996), Elfriede Jelinek (2004), Harold Pinter (2005), Jean-Marie Gustave Le Clézio (2008), Patrick Modiano (2014), Svetlana Aleksijevitj (2015) og Bob Dylan (2016). Sjálfur á Arnault að hafa sagt að þessar ásakanir séu „heimskulegar“.

´

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leigjendur segja að borgin hafi ekki sinnt ábendingum Umboðsmanns

Leigjendur segja að borgin hafi ekki sinnt ábendingum Umboðsmanns
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum