Eyjan

Ræða Ragnars fór fyrir brjóstið á Bjarna: „Hæpið að slíkt standist lög“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 3. maí 2018 09:59

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segist við Morgunblaðið í dag, hissa á ræðu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, þann 1. maí. Þar talaði Ragnar Þór meðal annars um að verkalýðshreyfingin ætlaði að stunda skærur til að ná fram markmiðum sínum, hún myndi senda smærri hópa í verkföll, í stað allsherjarverkfalls.

Bjarni segir þetta koma á óvart, þar sem fundir ríkisstjórnarinnar og verkalýðshreyfingarinnar hafi haft yfirbragð samstöðu:

„Þrátt fyrir að við því sé að búast á baráttudegi verkalýðsfélaga, 1. maí, að það falli nokkuð stór orð, þá komu mér þessar yfirlýsingar formanns VR um skærur og að verkalýðshreyfingin hefði það í hendi sér að lama fyrirtæki og stofnanir á óvart og komu raunar eins og þruma úr heiðskíru lofti, vegna þess að ríkisstjórnin hefur átt fjölda funda með aðilum vinnumarkaðarins frá því að hún tók til starfa. Á þessum fundum hefur verið ágætis samstaða um það verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Í kjarasamningum eru menn að semja um kaup og kjör og reyna að ná niðurstöðu með viðmælendum sínum. Þegar kröfurnar snúa að allt öðru og hafa ekkert með kjarasamninginn að gera, og menn boða verkföll vegna slíkra mála, sýnist mér hæpið að slíkt standist lög og spurning hvort menn eru að berjast á réttum vettvangi. Það er líka hægt að bjóða sig fram til Alþingis, ef menn vilja hafa áhrif þar,“

segir Bjarni.

Hér er hluti ræðunnar hjá Ragnari Þór, sem fór fyrir brjóstið á Bjarna:

„Já, kæru félagar við erum að tala um mörg brýn hagsmunamál þjóðarinnar sem ekki hefur verið leyfilegt að tala um innan verkalýðshreyfingarinnar fyrr en nú. Hvernig ætlum við að ná þessu fram? Verða allsherjarverföll á næsta ári? Nei, við ætlum ekki í allsherjarverkföll. Allsherjarverkföll eru úrheld. Við tæmum sjóðina okkar á nokkrum dögum eða vikum ef við gerðum það. En hvað ætlum við þá að gera? Við förum í skærur. Við sendum smærri hópa í verkföll á fullum launum fyrir fjármagnstekjur af sjóðunum okkar. Og við munum gera það þar sem það bítur mest.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“

Ungir sjálfstæðismenn um myndavélaeftirlit með sjávarútvegi: „Hættulegt skref í átt að eftirlitssamfélagi“
Eyjan
Í gær

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum

Mynd dagsins: Fór sigurför um netheima – Svona tekur sænska lögreglan á móti flóttabörnum
Eyjan
Í gær

Segir Bjarna Ben hafa verið þátttakanda í „sviðssetningu“ kínverska kommúnistaflokksins

Segir Bjarna Ben hafa verið þátttakanda í „sviðssetningu“ kínverska kommúnistaflokksins
Eyjan
Í gær

Bullað um Danmörku og sósíalismann

Bullað um Danmörku og sósíalismann
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sturla Böðvarsson brjálaður út í borgina fyrir „virðingarleysi“ og „skemmdarverk“ – Segir listaverk vera „forljótan grjóthnullung“ staðsett Alþingi til „háðungar“

Sturla Böðvarsson brjálaður út í borgina fyrir „virðingarleysi“ og „skemmdarverk“ – Segir listaverk vera „forljótan grjóthnullung“ staðsett Alþingi til „háðungar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á tímasetningu skólasetningar grunnskóla: „Foreldrar eru löngu búnir með öll frí fyrir árið“

Furðar sig á tímasetningu skólasetningar grunnskóla: „Foreldrar eru löngu búnir með öll frí fyrir árið“