fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Íbúum Íslands fjölgar en barneignum fækkar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 3. maí 2018 11:56

Um 1956, barnaleikvellir í Reykjavík. Myndir teknar fyrir Reykjavíkurborg. Börn að leik á róluvelli. Rólur, rennibraut, vegasalt og sandkassi. Eitt barnanna er með þríhjól. Leikvöllur við Hringbraut. Húsin í baksýn standa við Ásvallagötu og Hofsvallagötu. *** Local Caption *** Róló

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er kunngjört í dag að íbúar Íslands séu orðnir 350 þúsund. Þegar ég fæddist voru Íslendingar 170 þúsund og þá var þetta gríðarlega einsleit þjóð. Fjölgunin nú skýrist að nokkru leyti af því að innflytjendum hefur fjölgað mikið – þeir voru nánast óþekktir þegar ég var barn. Í frétt segir að næstum 40 þúsund erlendir ríkisborgarar hafi búið á Íslandi um síðustu áramót.

Ágúst Ólafur Ágústsson, sem er talnaglöggur maður, bendir á að fæðingum fækki á Íslandi.  Hann skrifar:

Hins vegar er það mikið áhyggjuefni hvað fæðingum hefur fækkað mikið á Íslandi en nú fæðast um 4.000 börn á ári en fyrir einungis 6 árum voru þær um 4.500 og 4.900 árið 2010.

Ágúst rekur þetta meðal annars til erfiðs húsnæðismarkaðar, skertra barnabóta og „ströggls“ sem ungt fólk á Íslandi þarf að standa í. Stjórnmálin geri ekki nógu mikið fyrir ungt fólk.

En svo eru auðvitað fleiri ástæður – fólk í vestrænum samfélögum er sífellt að kjósa að fresta barneignum, vegna náms, vinnu og einfaldlega vegna þess að fólk upplifir sig ungt miklu lengur en áður.

Ágúst bendir á að stærsti árgangur Íslandssögunnar hafi komið í heiminn 1960. Þá hafi fæðst 5000 börn. Þetta var á tíma barnasprengjunnar eftir stríðið – en þá voru landsmenn einungis 174 þúsund með alla þessa krakka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins