fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Íbúum Íslands fjölgar en barneignum fækkar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 3. maí 2018 11:56

Um 1956, barnaleikvellir í Reykjavík. Myndir teknar fyrir Reykjavíkurborg. Börn að leik á róluvelli. Rólur, rennibraut, vegasalt og sandkassi. Eitt barnanna er með þríhjól. Leikvöllur við Hringbraut. Húsin í baksýn standa við Ásvallagötu og Hofsvallagötu. *** Local Caption *** Róló

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er kunngjört í dag að íbúar Íslands séu orðnir 350 þúsund. Þegar ég fæddist voru Íslendingar 170 þúsund og þá var þetta gríðarlega einsleit þjóð. Fjölgunin nú skýrist að nokkru leyti af því að innflytjendum hefur fjölgað mikið – þeir voru nánast óþekktir þegar ég var barn. Í frétt segir að næstum 40 þúsund erlendir ríkisborgarar hafi búið á Íslandi um síðustu áramót.

Ágúst Ólafur Ágústsson, sem er talnaglöggur maður, bendir á að fæðingum fækki á Íslandi.  Hann skrifar:

Hins vegar er það mikið áhyggjuefni hvað fæðingum hefur fækkað mikið á Íslandi en nú fæðast um 4.000 börn á ári en fyrir einungis 6 árum voru þær um 4.500 og 4.900 árið 2010.

Ágúst rekur þetta meðal annars til erfiðs húsnæðismarkaðar, skertra barnabóta og „ströggls“ sem ungt fólk á Íslandi þarf að standa í. Stjórnmálin geri ekki nógu mikið fyrir ungt fólk.

En svo eru auðvitað fleiri ástæður – fólk í vestrænum samfélögum er sífellt að kjósa að fresta barneignum, vegna náms, vinnu og einfaldlega vegna þess að fólk upplifir sig ungt miklu lengur en áður.

Ágúst bendir á að stærsti árgangur Íslandssögunnar hafi komið í heiminn 1960. Þá hafi fæðst 5000 börn. Þetta var á tíma barnasprengjunnar eftir stríðið – en þá voru landsmenn einungis 174 þúsund með alla þessa krakka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun