fbpx
Eyjan

Konur í peysufötum selja sig á götum Kaupmannahafnar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 2. maí 2018 21:54

Listamaðurinn Þrándur Þórarinsson sendi mér myndina sem birtist hér með þeim orðum að hún væri byggð á frásögn úr sjónvarpsþáttum okkar Guðjóns Friðrikssonar, Kaupmannahöfn – höfuðborg Íslands. Þar sögðum við frá Ingibjörgu Ólafsson, konu sem hafði miklar áhyggjur af siðferði íslenskra kvenna sem komu til Hafnar. Ingibjörg starfaði með KFUK í Kaupmannahöfn.

Bæklingurinn hét Um siðferðisástandið á Íslandi. Í þættinum sagði:

Hún hneykslast  mjög á ferðum stúlkna til Kaupmannahafnar  til að eignast börn á laun. Hún segir að margar af þessum stúlkum komist ekki heim aftur, fái ekki vinnu og sumar hafi fyrirfarið sér, og aðrar hafi beinlínis farið út á götur og selt sig til að fá peninga. Það sem hún hneykslast einna mest á er að þær eru á peysufötum hér úti á götu að selja sig.

Þetta verður Þrándi tilefni til þessa málverks. Það verður á sýningu með verkum sem Þrándur hefur málað af okkar gömlu höfuðborg og verður í menningarmiðstöðinni Nordatlantens brygge í Kaupmannahöfn frá 19. maí til 20. ágúst.

Hér er svo önnur mynd sem verður á auglýsingaplakötum fyrir sýningu Þrándar í borginni.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leigjendur segja að borgin hafi ekki sinnt ábendingum Umboðsmanns

Leigjendur segja að borgin hafi ekki sinnt ábendingum Umboðsmanns
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum