fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Ögmundur segir að Halldóra ætti frekar að segja af sér en félagsmálaráðherra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 29. apríl 2018 15:30

Ögmundur Jónasson Þingmaður frá 1995 til 2016.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, spyr hvort ekki sé meira tilefni til að Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, segi af sér en félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, varðandi málefni Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu.

Málið hófst með ítarlegri fréttaskýringu Stundarinnar þar sem greint er frá því að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi beitt sér fyrir því að maður sem grunaður var um misnotkun á dætrum sínum fengi umgengni við þær. Er því haldið fram að Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, hafi leynt þessum upplýsingum fyrir velferðarnefnd Alþingis er afstaða var tekin til þess í febrúar hvort Bragi Guðbrandsson yrði tilnefndur af Íslands hálfu í framboð til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, en kjörið fer fram á næstu dögum.

Í fjölmiðlum í gær kom fram að velferðarnefnd hefði fengið þessi gögn og sakaði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, meðlimi nefndarinnar um að hafa ekki lesið gögnin. Hallóra Mogensen svaraði þessu í umræðum í Silfrinu á RÚV í dag:

„Það hefur ekki farið framhjá mér hvað stjórnarliðar eru fljótir að þétta raðirnar. Forsætisráðherra stígur strax fram og lýsir yfir trausti á ráðherra og talar um að hann hafi lofað velferðarnefnd öllum gögnum. Síðan kemur Sigurður Ingi með sömu tugguna í Víglínunni í gær, þar sem hann í raun segir Velferðarnefnd ekki hafa sinnt sínum skyldum, á meðan við vorum þrjú í nefndinni sem kölluðum eftir þessum gögnum, sem ráðherra er að tala um. Og við þurftum að bíða í mánuð eftir þeim. Þau komu til okkar á þriðjudaginn en það er lögbundin skylda að skila svona gögnum á sjö dögum. En gögnin koma til okkar mjög seint, bara rétt áður en þessi umfjöllun fer af stað.

Ef við hefðum fengið þessi gögn í febrúar þá held ég að málið liti allt öðruvísi út í dag. En af því svo var ekki þá skoðaði ég þessi gögn í gær og ég má ekkert tala um þau. En ég get sagt að ef þessar upplýsingar hefðu legið fyrir í febrúar þá hefði ekki verið svona auðvelt fyrir ríkisstjórnina að tilnefna Braga í þetta starf til Sameinuðu þjóðanna. Núna er mögulega orðið of seint að taka þá ákvörðun til baka.“

Var of upptekin í símanum til að kynna sér gögnin

Ögmundur Jónasson segir í grein sinni að Ásmundur Einar sýni varfærni og sanngirni í meðhöndlun sinni á þeim viðkvæmu málaflokkum sem forræðisdeilur og barnaverndarmál séu. Ögmundur skrifar síðan:

„Í umræðu í spjallþáttum og á Alþingi hafa verið settar fram sverar ásakanir, þá ekki síst á hendur Braga Guðbrandssyni, sem gegnt hefur starfi forstjóra Barnaverndarstofu. Greinilegt er að nokkrir þingmenn róa að því öllum árum að grafa undan framboði hans í barnanefnd Sameinuðu þjóðanna. Upphrópanir Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingkonu Pírata í Silfri Egils ekki alls fyrir löngu, að órannsökuðu máli af hennar hálfu, voru umsvifalaust birtar á vefsíðu RÚV sem stórfrétt án þess þó að gengið væri eftir því að Þórhildur Sunna fyndi ásökunum sínum stað. Björn Leví Gunnarsson, einnig þingmaður Pírata segir í grein í Morgunblaðinu í gær að „kerfið sjái um sína“ og vísar hann þar í tilnefningu Braga í framboð í barnanefnd SÞ sem óeðlilegt spillingarmál. Þetta er nokkuð sem þingmaðurinn þarf að skýra með málefnalegum hætti. Sjálfur tel ég framboð Braga Guðbrandssonar fullkomlega málefnalegt og rökrétt og hef margoft fagnað því.“

Ögmundur lýsir síðan yfir vanþóknun á framgöngu Halldóru Mogensen, þingmanni Pírata og formanni velferðarnefndar Alþingis, fyrir að hún hafi talað fyrir afsögn félagsmálaráðherra vegna þess að hann eigi að hafa leynt gögnum sem síðan kom á daginn að Halldóra hafði í raun undir höndum:

„Halldóra Mogensen tilkynnir þjóðinni á föstudag að hún vilji ræða þessi viðkvæmu mál í beinni sjónvarpsútsendingu frá nefndarsviði Alþingis. Síðan kemur á daginn að þetta gerir hún án þess að hafa kynnt sér þau gögn sem eigi að ræða og nefnd hennar hafa verið aðgengileg.

Stundin upplýsir að hún hafi kallað eftir nefndarfundi strax um nóttina eftir að hafa lesið umfjöllun Stundarinnar! Semsagt um nótt er kallað á ráðherra í beina útsendingu í þingnefnd en í Fréttablaðinu er svo upplýst að fram til þessa hafi hún verið svo mikið í símanum að hún hafi ekki haft tíma til að „kíkja á gögnin,“ og reyndar enginn í nefndinni!“

Sjá grein Ögmundar

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun