fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Þátíðarþrá

Egill Helgason
Laugardaginn 28. apríl 2018 21:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpið sýndi fyrir nokkru myndir sem voru gerðar um heimsmeistarakeppnirnar í fótbolta. Þetta eru samtímamyndir, semsagt gerðar á tímanum þegar mótin fóru fram. Fyrir vikið verða þær í raun athyglisverðari heimildir. Þær spegla tíðaranda – en eru margar býsna langt frá þeirri íþróttamyndum sem við höfum vanist.

Meðal þess sem ég sá var mynd sem var gerð um heimsmeistaramótið í Bretlandi 1966. Þetta er fyrsta alþjóðlega íþróttakeppnin sem ég man eftir. En það var ekkert íslenskt sjónvarp. Ég man sýndar voru upptökur frá mótinu í KR-heimilinu og svo var mynd um það tekin til sýninga í Nýja bíói – kannski sama myndin og var var í sjónvarpinu.

Íþróttamyndataka nútímans er allt öðruvísi en þá var. Það eru ótal myndavélar sem nema minnstu hreyfingar, hraða, styrk og átök. Hinir gömlu leikir virka hægir. Það er jafnvel erfitt að átta sig á snilld leikmannanna – jú, maður sér að Bobby Charlton hafði mikla yfirferð. Og kröfurnar eru dálítið aðrar. Núorðið eru fótboltamenn afar vel snyrtir, sumir eru nánast eins og fyrirsætur og maður sér að þeir eyða miklum tíma við að nostra við útlit sitt.

Svona var það ekki. Einn af leikmönnum ensku heimsmeistaranna 1966 var Nobby Styles úr Manchester United, smávaxinn en grjótharður varnartengiliður. Styles gat sér meðal annars frægð fyrir að taka út úr sér fölsku tennurnar og veifa þeim eftir einn sigurleik.

Það er svo kyndugt til þess að hugsa að í þessari mynd frá 1966 er talað um að fótboltanum fari hnignandi, hann sé eiginlega ekki nema svipur hjá sjón. Svona hefur þetta líklega verið á hverju einasta heimsmeistaramóti. En 1966 voru einungis 16 lið í keppninni, Portúgal með Eusebio þótti eiga skemmtilegasta liðið, en Norður-Kórea kom mest á óvart, sigraði Ítalíu og komst í undanúrslit. Nú er rætt um að á HM í Qatar 2022 verði 48 lið, hvorki meira né minna.

En svona er þetta líka með pólitíkina, fólki finnst hún alltaf verða lélegri og lélegri. Ólafur Þ. Harðarson notar orðið þátíðarþrá um þetta. Þegar ég var að alast upp á tíma viðreisnarstjórnarinnar – sem var sífellt verið að bölva í sand og ösku – voru pólitíkusarnir karlar í frökkum og með stóra hatta. Þeir voru afar stórir upp á sig. Nokkrir af þeim bjuggu í nágrenni við mig vestur í bæ, virkuðu hátt yfir aðra hafnir. Ef þingmenn nútímans reyndu að láta svona yrðu þeir hlegnir út úr pólitíkinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus