fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Trump, Macron og fordæmi Vigdísar

Egill Helgason
Föstudaginn 27. apríl 2018 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það mætti halda að Donald Trump og Emmanuel Macron hefðu gengið í skóla hjá Vigdísi Finnbogadóttur þar sem þeir planta tré á í garði Hvíta hússins.

Vigdís fór með erlenda þjóðhöfðingja og fyrirfólk í Vinaskóg stutt frá Þingvöllum og lét þá setja niður tré – hafði enda mikinn áhuga á gróðri og skógrækt eins og margt fólk af hennar kynslóð. (Skógræktarhugsjónin er ekki jafn ótvíræð núna.)

Eitt sinn var ég viðstaddur þegar annar Frakklandsforseti, Francois Mitterrand, var að gróðursetja tré í Vinaskógi Vigdísar. Það gekk ljómandi vel, enda gott samband milli Vigdísar og hins aldna forseta.

Þá heyrðist Mitterrand segja:  „C’est quand même du boulot.“

Þetta er orðaleikur sem einungis nokkuð slyngir frönskumenn fatta. Dálítið fyndið hjá forsetanum. Byggir á því að orðið boulot (vinna) og bouleau (birki) eru borin fram eins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt