fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Falskur fréttaflutningur, fullur af rangfærslum og vænisýki

Egill Helgason
Föstudaginn 27. apríl 2018 08:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

NTV er  er sjónvarpsstöð í Rússlandi sem lýtur í einu og öllu valdi Pútínsstjórnarinnar og gerir hennar vilja. Þetta var eitt sinn nokkuð frjáls fjölmiðill, gagnrýndi stjórnvöld eins og þykir sjálfsagt í lýðræðisríkjum, en var svo brotinn á bak aftur. En NTV er mjög vinsæl sjónvarpsstöð, heyrir undir fjölmiðlaarm orkurisans Gazprom.

En vinnubrögðin á fjölmiðli eins og þessum eru þannig að þeir sem eru aldir upp við hefðbundna vestræna fjölmiðlun hljóta að verða mjög hissa. En þetta segir sitt um hugmyndir Kremlarvaldsins um fjölmiðla. Hér er til dæmis „fréttaskýring“ þar sem fréttamaður stöðvarinnar fer til Borgundarhólms í Danmörku undir því yfirskyni að skoða njósnastöðvar þar. Það er skemmt frá því að segja að innslagið er fullt af rangfærslum og ýkjum og þarna skín í gegn römm vænisýki. Það eru ekki bara staðreyndir sem eru vitlausar heldur er öll framsetningin einkennilega bjöguð.

Þetta virkar frekar faglega gert, fréttamaðurinn er meira að segja pínulítið fyndinn, en í rauninni er þetta rugl. Allt er afbakað með einhverjum hætti – og það er ekki óvart. Viljinn til að rugla áhorfendur í ríminu er mjög einbeittur.

Fréttastofa TV 2 í Danmörku fór yfir innslagið og greindi rangfærslurnar Meðal þeirra sem Rússarnir töluðu við er Morgens Lykketoft, fyrrverandi utanríkisráðherra. Það lítur reyndar út fyrir að hann hafi verið leiddur í gildru – þannig er framsetningin. Lykketoft segir í við TV2 að þetta sé hreinn áróður, settur fram í því skyni að matreiða tilbúinn sannleika ofan í áhorfendur.

Sjón er sögu ríkari. Hér má sjá „fréttaskýringu“ NTV með texta, og svo greiningu TV2. Þetta er lærdómsríkt mitt í umræðunni um falskar fréttir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn