fbpx
Eyjan

Samfylkingin í Kópavogi kynnti stefnumál sín

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 17:30

Oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi Pétur Hrafn Sigurðsson þar sem hann skýrir út helstu áhersluatriði flokksins fyrir kosningarnar.

Samfylkingin í Kópavogi kynnti í dag helstu áherslumál sín fyrir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí, í Gerðubergi. Flokkurinn ætlar að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, þannig að öll börn fái leikskólapláss frá 12 mánaða aldri. Þá vill Samfylkingin stytta vinnuvikuna hjá leikskólakennurum og starfsfólki skólanna. Þá ætlar flokkurinn að standa fyrir fjölbreyttu framboði á húsnæði og fara í samstarf við verkalýðshreyfinguna um uppbyggingu leiguhúsnæðis. Þá mun Samfylkingin ráðast gegn fátækt og plastnotkun, efla forvarnir og hækka íþrótta- og tómstundarstyrk upp í 80.000 krónur á ári.

Sjá tilkynningu Samfylkingarinnar:

„Samfylkingin í Kópavogi hélt blaðamannafundi í Garðskálanum Gerðubergi í dag þar sem listinn kynnti
helstu áherslumál sín fyrir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí.Brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.
Öll börn fái leikskólapláss í leikskólum Kópavogs frá 12 ánaða aldri. Í dag eru yfir 100 leikskólapláss sem standa
auð í leikskólum bæjarins.

Við viljum bæta starfsaðstæður leikskólakennara og starfsfólks í leikskólum meðal annars með styttingu vinnuviku.
Fjölbreytt framboð á húsnæði í Kópavogi þannig að ungir Kópavogsbúar þurfi ekki að leita í önnur
sveitarfélög eftir húsnæði. Nægilegt framboð af húsnæði fyrir leigjendur, námsmenn, eldri borgara og
fyrstu kaupendur þarf að vera til staðar. Samfylkingin í Kópavogi vill samstarf við
verkalýðshreyfinguna um uppbyggingu á öruggu leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði.
Við viljum ráðast gegn fátækt en leiða má líkum að því að um 600 börn búi við fátækt samkvæmt
skilgreiningum í skýrslu UNICEF. Ein meginástæða fátæktar er skortur á húsnæði og því mikilvægt að
fjölga félagslegum íbúðum. Auk þess vill Samfylkingin efla forvarnir og tryggja þjónustu við þá sem
þess þurfa í baráttunni við fátækt. Einn liður í því er að hækka íþrótta og tómstundastyrk upp í 80.000
krónur á ári.

Við viljum grænni Kópavog, plastpokalausan Kópavog í samvinnu við verslanir, snjallari kópavog með
lausnir í ferðamálum, sorpmálum ofl. og við viljum bæta þjónustu við eldri borgara þannig að það
verði gott að eldast í Kópavogi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum
Eyjan
Í gær

Bjarni fundaði í Indónesíu – Ræddu þær áskoranir sem eru framundan

Bjarni fundaði í Indónesíu – Ræddu þær áskoranir sem eru framundan
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að sitja með vinum sínum í matsal Áslandsskóla – Þarf að borða á annarri hæð

Fær ekki að sitja með vinum sínum í matsal Áslandsskóla – Þarf að borða á annarri hæð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: „Sitthvað er Braggamálið eða Bragamálið í hugum Pírata“

Brynjar Níelsson: „Sitthvað er Braggamálið eða Bragamálið í hugum Pírata“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð upp úr á Suðurlandsbraut: Viðar vill að konur vaski upp og hætti að vinna – „Þú ert svo mikil undirlægja“

Sauð upp úr á Suðurlandsbraut: Viðar vill að konur vaski upp og hætti að vinna – „Þú ert svo mikil undirlægja“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

14 mánuðir síðan borgarlögmaður var beðinn um álit vegna braggamálsins – Hefur ekki enn skilað af sér

14 mánuðir síðan borgarlögmaður var beðinn um álit vegna braggamálsins – Hefur ekki enn skilað af sér