fbpx
Eyjan

„Risastór og langþráður áfangi í uppbyggingu Landpítalans“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 14:35

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra

Útboð jarðvinnu við nýjan meðferðarkjarna nýs Landspítala við Hringbraut hefur verið auglýst og framkvæmdir munu hefjast í sumar. Meðferðarkjarninn er stærsta bygging framkvæmdarinnar og mun gjörbreyta allri aðstöðu fyrir sjúklinga, starfsfólk og aðra sem tengjast starfsemi sjúkrahússins, segir í tilkynningu.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir útboðið risastóran og langþráðan áfanga í uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut:

„Nú styttist í að draumur verði að veruleika þegar við sjáum verklegar framkvæmdir hefjast við þennan stóra og mikilvæga hluta Hringbrautarverkefnisins. Gangi áætlanir eftir lýkur byggingu spítalans árið 2024.“

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú er til umfjöllunar á Alþingi er gert ráð fyrir tæplega 75 milljarða króna fjárfestingu í sjúkrahússþjónustu og fer mest til byggingar nýs Landspítala við Hringbraut. Framkvæmdir við byggingu meðferðarkjarnans hefjast á þessu ári en meginþungi framkvæmda verður á árunum 2020-2023.

 

Meðferðarkjarninn, torgið austan hans og gamli spítali við enda torgsins. Mynd-SPITAL
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leigjendur segja að borgin hafi ekki sinnt ábendingum Umboðsmanns

Leigjendur segja að borgin hafi ekki sinnt ábendingum Umboðsmanns
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum