fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Daprar kosningahorfur hjá VG og Framsókn

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 21:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir af stjórnarflokkunum gætu staðið frammi fyrir nokkru áfalli í bæjar- og sveitarstjórnakosningunum í vor. Hvorki Vinstri græn né Framsókn geta vænst þess að vinna neina sigra – það gæti verið óþægilegt fyrir flokkana þegar ríkisstjórnin hefur aðeins setið í hálft ár.

Síðasta skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu sýndi að Vinstri græn eru með aðeins 7,6 prósenta fylgi í Reykjavík. Það hlýtur að teljast afar dræmt hjá flokki sem hlaut 21,5 prósent í Reykjavík norður í þingkosningunum í október. Fyrir fáum misserum, þegar VG fór með himinskautum í könnunum, voru uppi vangaveltur um að næsti borgarstjóri í Reykjavík kynni að koma úr flokknum.

Staðan hjá Framsókn er enn lakari. Flokkurinn var reyndar fylgislítill í borginni í þingkosningunum, rétt náði inn manni í Reykjavík suður, en í borgarstjórnarkosningunum 2014 hlaut flokkurinn 10,7 af hundraði atkvæða og fékk tvo borgarfulltrúa. Bæði Sveinbjörg og Guðfinna eru horfnar á braut og nú mælist flokkurinn með 3,6 prósent, eygir þó von um að koma flugmanninum Ingvari Jónssyni inn – en bara vegna þess hvað þröskuldurinn er lágur.

Eins og lesa má úr könnun Fréttablaðsins gæti farið svo að Miðflokkurinn verði stærri en bæði VG og Framsókn í Reykjavík. Það er svo spurning að hve miklu leyti þetta speglar óánægju með ríkisstjórnina – staðbundnar ástæður ráða náttúrlega ekki síður. Máski verður þetta ekkert stórdramatískt, en það má minna á að Halldór Ásgrímsson sagði af sér sem forsætisráðherra eftir tap Framsóknarflokksins í sveitarstjórnakosningum 2006.

Sósíalistaflokkurinn mældist með 1 prósents fylgi í könnuninni. En flokkurinn á eftir að kynna framboðslista sinn. Það verður gert 1. maí – hvað annað? Gunnar Smári Egilsson verður ekki í fyrsta sætinu, skilst manni. Herferð Sósíalistaflokksins á netinu undir yfirskriftinni Hin Reykjavík er býsna vel heppnuð. Getur Sósíalistaflokkurinn stimplað sig inn á vinstri vænginn í kosningunum – og jafnvel velgt VG undir uggum? Altént er víst að hinar sósíalísku áherslur eru nokkuð víkjandi hjá VG þessa dagana, að minnsta kosti gagnvart þeim sem vilja hafa línuna hreina.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega