fbpx
Eyjan

Ársreikningur Reykjavíkurborgar jákvæðari en áætlanir gerðu ráð fyrir

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 13:48

Ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 var í borgarráði í dag, fimmtudaginn 26. apríl, vísað til fyrri umræðu í borgarstjórn. Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, var jákvæð um 28.027 mkr en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 14.559 mkr. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Rekstrarniðurstaðan er því 13.468 mkr betri en gert var ráð fyrir. Helstu ástæður fyrir betri afkomu má rekja til hærri tekjufærðra matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða hf. og lægri fjármagnsgjalda samstæðunnar vegna gangvirðisbreytinga innbyggðra afleiða í raforkusamningum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 24.501 mkr sem er um 4.624 mkr betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir.

Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 4.971 mkr en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 1.789 mkr á árinu. Niðurstaðan er því um 3.182 mkr betri en gert var ráð fyrir. Betri rekstrarniðurstaða skýrist einkum af hærri skatttekjum, hærri framlögum Jöfnunarsjóðs og hærri tekjum af sölu byggingarréttar og söluhagnaði fasteigna en á móti kemur hærri gjaldfærsla vegna lífeyrisskuldbindinga og gjaldfærsla vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 4.527 mkr en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 2.443 m.kr. Niðurstaðan er því um 2.084 mkr betri en gert var ráð fyrir.

Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í árslok 582.734 mkr, heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 297.306 mkr og eigið fé var 285.428 mkr en þar af var hlutdeild meðeigenda 15.304 mkr. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar fer hækkandi og er nú 49,0% en var 45,8% um síðustu áramót.

Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða og Eignasjóð.

Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgar­svæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leigjendur segja að borgin hafi ekki sinnt ábendingum Umboðsmanns

Leigjendur segja að borgin hafi ekki sinnt ábendingum Umboðsmanns
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum