fbpx
Eyjan

„Viðreisn vill einfaldara líf og betri hversdagsleika fyrir íbúa Reykjavíkur“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 16:03

Viðreisn kynnti stefnumál sín í dag fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Féll það í skaut Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur og Pawels Bartoszek, sem skipa fyrsta og annað sæti lista Viðreisnar, að kynna hvaða áherslur framboðið hefði í borgarmálum.

Viðreisn vill frjálslynda, jafnréttissinnaða og alþjóðlega borg þar sem þjónusta við borgarana er í fyrirrúmi og að borgin sé vel rekin. Útgangspunktur stefnunnar er því að einfalda líf borgarbúa svo allir geti átt betri hverslagsleika.

„Hversdagleikinn er 80-90% af lífi okkar. Af hverju ekki að gera hann 80%-90% betri? Við erum komin hér í dag með breiða og ítarlega stefnu í öllum málaflokkum. En við ætlum að leggja sérstaka áherslu á þrjá

lykilflokka sem okkur hefur þótt skorta pólitíska sýn á hér í aðdraganda kosninga á síðast liðnum vikum. Það eru skólamál, atvinnumál og velferðarmál,”

sagði Þórdís Lóa í inngangi sínum.

 

 

Meðal helstu mála Viðreisnar eru:

 • Útrýma biðlistum
 • Gera sérstakan kjarasamning við kennara Reykjavíkurborgar. Með því má hækka laun kennara og gera staðnað kerfi sveigjanlegra. Þannig gerum við leik- og grunnskólana að eftirsóttum vinnustöðum.
 • Tryggja að börn, ekki síst börn á miðstigi (5.-7. bekkur), fái samfellda þjónustu í frístunda- og tómstundastarfi.
 • Bæta aðbúnað barna í leik- og grunnskólum.
 • Ljúka sameiningu Skóla- og frístundasviðs og þannig tryggja samvinnu skóla og frístundaheimila með því að markmiði að auka samfellu í daglegu lífi barnanna.
 • Semja um fjárveitingu til grunnskóla til þriggja ára í senn í stað eins árs. Þannig má veita skólunum aukið svigrúm til að skipuleggja sig fram í tímann og skólastjórum þannig gefið færi á að sinna faglegri stjórnun í stað sífelldrar fjármálastjórnunar.
 • Fjölga valkostum í námi og styðjum því fjölbreytt rekstrarform menntastofnana.
 • Hafa leikskóla og frístundaheimili opin allt sumarið og gefa þannig barni og foreldrum val um hvaða fjórar samfelldu vikur eru teknar í frí.
 • Stækka sérskóla fyrir börn sem eiga í alvarlegum geðrænum, hegðunar- eða félagslegum erfiðleikum.
 • Tryggja börnum stuðning við hæfi án tillits til þess hvort greining liggi fyrir en um leið stytta biðtíma eftir greiningum og tryggja úrræði að henni lokinni.
 • Tryggja að fjölbreytt dagvistunarúrræði standi börnum til boða að loknu fæðingarorlofi.
 • Setja opnun ungbarnadeilda í forgang
 • Tryggja að öllum erindum innan stjórnsýslunnar verði hægt að sinna rafrænt. Þetta á við um allar fyrirspurnir, umsóknir, eða beiðnir um úttektir.
 • Setja metnaðarfull tímamörk í afgreiðslu umsókna og standa við þau.
 • Tryggja gott framboð af húsnæði til atvinnureksturs
 • Gera það að byggja í Reykjavík auðveldara, m.a. með því að fækka skrefum hjá byggingarfulltrúa, sameina úttektir og stytta afgreiðslutíma.
 • Lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði.
 • Tryggja það að öllum erindum innan stjórnsýslunnar sé hægt að sinna rafrænt.
 • Bjóða upp á ráðgjöf og útbúa aðgengilega gátlista fyrir ólík rekstrarform.
 • Endurskipuleggja ráð borgarinnar þannig að eitt þeirra horfi sérstaklega til atvinnumála.
 • Hafa frumkvæði að þjónustu við aldraða og fatlað fólk í stað þess að hver og einn þurfi að leita að og óska eftir þjónustu við hæfi.
 • Tryggja samfella stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk.
 • Fjölga sértækum búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk um 100.
 • Gera heimaþjónustu og heimahjúkrun fyrir aldraða heilsteypta.
 • Fjölga dagvistarúrræðum aldraðra um 40.
 • Auka þjónustu og stuðning við böðun aldraðra.
 • Borgarsjóður rekinn með afgangi
 • Malbikunarstöðin Höfði seld og skuldir greiddar upp
 • Fækkun og sameining ráða
 • Gert ráð fyrir tekjum af gistináttagjaldi
 • Aukin þjónusta fjármögnuð með uppfærslu gjaldskráa
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leigjendur segja að borgin hafi ekki sinnt ábendingum Umboðsmanns

Leigjendur segja að borgin hafi ekki sinnt ábendingum Umboðsmanns
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum