fbpx
Eyjan

Þingið fundar á Þingvöllum en ekki gert ráð fyrir að þjóðin fjölmenni

Egill Helgason
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 19:08

Menn hafa núorðið misjafna reynslu af því að stefna þjóðinni til Þingvalla á hátíðarstundum. 50 ára afmæli lýðveldisins á Þingvöllum 1994 gengur almennt undir heitinu þjóðvegahátíðin. Þá sátu gestir fastir í bílum sínum vegna skipulagsleysis, sbr. úrklippu hér að neðan. Svo var haldin hátíð á Þingvöllum vegna kristnitökuafmælisins árið 2000 – þar var vandamálið að fáir mættu, það var eiginlega pínlegt.

Kannski þótti tilefnið ekki nógu spennandi, dagskráin ekki nógu góð eða fólk óttaðist að sitja aftur fast í bílum langtímum saman.

Og svo má rifja upp hátíðina vegna ellefu hundruð ára afmælis Íslandsbyggðar árið 1974. Hennar er helst minnst vegna herstöðvaandstæðinganna sem voru handteknir á barmi Almannagjár og vegna þess að áfengisverslunum var lokað fyrirvaralaust nokkru fyrir hátíðina – til að ekki „sæist vín á nokkrum manni“.

Nú les maður að ráðgert sé að halda hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum 18. júlí í sumar. Þetta er til að minnast 100 ára fullveldisins – fullveldisdagurinn sjálfur er svo 1. desember.

Kannski má segja að menn séu dálítið brenndir af hátíðarhaldinu eystra, því ekkert annað verður til skemmtunar en þingfundurinn – á pöllum sem verða reistir sérstaklega – það er gert ráð fyrir að þjóðin sé ekkert sérstaklega að leggja leið sína austur, heldur horfi hún á atburðinn í beinni útsendingu í sjónvarpi.

Þetta verður semsagt hátíð fyrir þingheim. Það má svo nefna í þessu sambandi að Þingvellir og fullveldið tengjast ekkert ofboðslega mikið. Fullveldisathöfnin sjálf á sínum tíma var við Stjórnarráðshúsið í Reykjavík. Vissulega höfðu verið haldir svonefndir Þingvallafundir um sjálfstæðismál, þeir voru nokkuð tíðir um miðja 19. öld en fór svo mjög fækkandi, sá síðasti var 1907.

Að því leytinu gæti þessi viðburður þess vegna verið í þinghúsinu við Austurvöll. Það myndi spara tíma og fyrirhöfn. En það væri náttúrlega ekki jafn tignarlegt. Við skulum bara vona að ekki rigni á þingmennina 18. júlí.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum
Eyjan
Í gær

Bjarni fundaði í Indónesíu – Ræddu þær áskoranir sem eru framundan

Bjarni fundaði í Indónesíu – Ræddu þær áskoranir sem eru framundan
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að sitja með vinum sínum í matsal Áslandsskóla – Þarf að borða á annarri hæð

Fær ekki að sitja með vinum sínum í matsal Áslandsskóla – Þarf að borða á annarri hæð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: „Sitthvað er Braggamálið eða Bragamálið í hugum Pírata“

Brynjar Níelsson: „Sitthvað er Braggamálið eða Bragamálið í hugum Pírata“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð upp úr á Suðurlandsbraut: Viðar vill að konur vaski upp og hætti að vinna – „Þú ert svo mikil undirlægja“

Sauð upp úr á Suðurlandsbraut: Viðar vill að konur vaski upp og hætti að vinna – „Þú ert svo mikil undirlægja“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

14 mánuðir síðan borgarlögmaður var beðinn um álit vegna braggamálsins – Hefur ekki enn skilað af sér

14 mánuðir síðan borgarlögmaður var beðinn um álit vegna braggamálsins – Hefur ekki enn skilað af sér