fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Grafhýsi drottningarinnar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danir hafa lengi verið sér á báti með sitt kóngablæti. Líkjast helst Englendingum þar sem lítið er gert til að vinda ofan af forréttindastöðu drottningarinnar og slektis hennar. En enska kóngafólkið má þó eiga að það hefur aðdráttarafl fyrir túrista – og það er milljarðaiðnaður að gera sjónvarpsþætti um það sem er sýndir út um víða veröld.

Það er semsagt nokkur eftirspurn til staðar.

Hún er minni hvað varðar dönsku konungsfjölskylduna. Hún er eiginlega bara til heimabúks. Og svo er það Ísland – hér er nokkur áhugi á fréttum og sögum af dönsku kóngafólki, þetta eimir eftir frá þeim tíma að við vorum dönsk hjálenda og síðar frá tímabili dönsku blaðanna.

Við ætlum til dæmis að fagna 100 ára fullveldisafmæli þjóðarinnar með því að bjóða dönsku drottningunni til landsins.

Í Svíþjóð og Noregi hafa menn gert gangskör að því að vinda ofan af hátignarstandinu. Þar hefur til dæmis verið þrengt að eignastöðu konungsættanna og skrúfað niður í forréttindunum. En svo er ekki í Danmörku.

Á myndinni hér að ofan er grafhvelfingin sem Margrét drotting verður lögð í hinstu hvílu í dómkirkjunni í Hróarskeldu. Hún hefur verið í vinnslu síðan 2003. Hinrik prins kærði sig ekki um að liggja þarna.

Lesendur geta svo spreytt sig á dönskunni með því að skoða þessa lýsingu sem birtist á síðu dönsku hirðarinnar.

Soklen er udformet i sandsten fra Frankrig, og de tre søjler, der bærer sarkofagen, er i henholdsvis dansk granit, færøsk basalt og grønlandsk marmor. Elefanthovederne på søjlerne er støbt i sølv. Selve sarkofagen er i støbt glas, og i et hulrum i glasset er der på indersiden sandblæst to liggende figurer, der repræsenterer Dronningen og Prins Henrik. På toppen findes allegorier, heraldik og symboler i forgyldt bronze. Dronningen vil blive stedt til hvile i en krypt under gravmælet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins