fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Krúttlegu göturnar og bílamergðin

Egill Helgason
Sunnudaginn 22. apríl 2018 17:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og bílafjöldinn er orðinn í borginni er ljóst að bílar þvælast alls staðar fyrir. Það er óhjákvæmilegt. Um sumar göturnar í gamla bænum er varla hægt að troðast sökum bílafjöldans. Aðstoðarslökkviliðsstjórinn kvartar undan því við Moggann að slökkviliðsbílar komist ekki um „krúttlegar“ götur í Miðborginni.

Þetta var reyndar á Óðinsgötu, í hverfi sem að sönnu er þokkafullt – jafnvel krúttlegt – með fullt af skemmtilegum litlum húsum sem stundum raðast nánast upp með kúbískum hætti. En þar eru líka alltof margir bílar. Og þeim er lagt þannig að slökkviliðsbílarnir eiga óhægt um vik. Það getur nánast ekki verið öðruvísi.

Þetta er alls ekki gott, vegna þess að byggðin þarna er þétt og eldur getur breiðst út milli húsa með leifturhraða. Hvað er þá til ráða? Jú, við þurfum að fækka bílunum. Þessir borgarhlutar risu meðan bíleign var mjög fátíð.

En svo mætti jafnvel líka hugsa sér minni slökkvibíla sem komast þar sem eru þröngar götur og geta verið fljótir í förum þangað. Slökkviliðið þarf kannski að eiga svoleiðs bifreiðar meðfram hinum stærri tækjum. Það eru jú margar borgir í heiminum þar sem götur er mun þrengri en hérna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus