fbpx
Eyjan

Fólk er vanmetið segir Musk

Egill Helgason
Laugardaginn 21. apríl 2018 19:50

„Fólk er vanmetið“. Þessi orð lét hátæknigúrúinn og milljarðamæringurinn Elon Musk falla um daginn. Tilefnið var að bílaverksmiðjur Musks virka ekki eins og þær áttu að gera. Musk er að reyna að fjöldaframleiða Tesla bifreiðar, svokallað Model 3, fyrir almennan markað.  En honum tekst ekki að framleiða nema hluta af þeim bílum sem hann ætlaði sér. Hugmyndin var að framleiða að minnsta kosti 5000 bíla á viku, það hefur ekki einu sinni tekist að ná 2500 á viku. Þetta er ein ástæðan fyrir því að Tesla hefur átt í vandræðum á hlutabréfamarkaði.

Vandinn var sá að Musk hefur haft ofurtrú á tækjum og gervigreind. Hann setti upp verksmiðjur þar sem vélar bjuggu til vélar. Það er framtíðin sem hann hefur séð fyrir sér. Fólk er óþarft. En þetta hefur ekki virkað hjá honum. Eina leiðin fyrir Musk er að fá fólk til að vinna í verksmiðjunum – þ.e. ef honum ætlar að takast að búa til jafnmarga bíla og hann ætlaði sér. Annars er hætta á að fyrirtækið riði til falls.

Í Economist er skemmtileg lítil grein sem tengist þessu. Hún fjallar um svokallað Kamprad-próf. Það er hægt að kenna tölvum að gera marga hluti. Þær eru klárari en menn á sumum sviðum. Fljótari að reikna, betri í skák. En þær eiga í erfiðleikum með einfalda hluti sem mönnum finnst að þurfi varla neina greind til, eins og bara að fara árekstralaust  í gegnum herbergi sem er fullt af dóti. Í greininni segir að það sé auðveldara að smíða tölvubúnað sem getur spilað hinn flókna japanska leik Go en búnað sem getur tileinkað sér fínhreyfingar sem menn hafa. Hreyfingarnar hafa þróast í milljónir ára og þær eru okkur algjörlega eðlislægar.

Í Kamprad prófinu tókst vísindamönnum að hanna róbota sem geta sett saman IKEA-stól. En það þurfti tvo svoleiðis róbota og það tók þá tuttugu mínútur, miklu lengri tíma en að hefði tekið mannshöndina að vinna verkið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leigjendur segja að borgin hafi ekki sinnt ábendingum Umboðsmanns

Leigjendur segja að borgin hafi ekki sinnt ábendingum Umboðsmanns
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum