fbpx
Eyjan

Ekki alveg Hrói Höttur en…

Egill Helgason
Laugardaginn 21. apríl 2018 10:11

Fá mál hafa náð að fanga athygli þjóðarinnar á síðustu mánuðum líkt og strokufanginn Sindri Þór Stefánsson sem ferðaðist til útlanda í sömu vél og forsætisráðherrann. Strokufangi? Það er ekki einu sinni víst að hann hafi strokið – það er átt að vera varðhaldi. Þarna horfum við á kerfið klúðra og hofmóðuga embættismenn fá á baukin – því getur fylgt viss Þórðargleði.

Í sjálfu sér er þetta kannski ekkert stórmál. Sindra tekst að komast úr landi, við erum í Schengen og Norræna vegabréfasambandinu sem tryggir nokkuð frjálsa för milli landa. Maður hefur helst óttast að farið verði að nota flóttann til að reka áróður fyrir því að loka þessum leiðum og þrengja að. Enn hafa þær raddir ekki heyrst að ráði, kannski vegna þess hversu málið er skringilegt.

Nú má vel vera að Sindri sé harðsvíraður glæpamaður, hann á víst langa sakaskrá. En það var tekið fram að hann væri ekki hættulegur umhverfi sínu. En glæpur hans er þess eðlis að við skiljum hann í rauninni fæst.

Hann stal einhverju ógurlegu magni af tölvum úr gagnaverum þar sem er grafið eftir gjaldmiðlinum Bitcoin (fæst skiljum við hvernig það fer fram, og einhvern veginn finnst manni það í sjálfu sér vera tortryggilegt athæfi). Lögreglan finnur ekki stolnu tölvurnar –Sindri hefur semsagt falið þær vandlega. Hvað ætlar hann að gera með þær? Tölvurnar eru semsagt týndar, þjófurinn er týndur – og það sem meira er, samkvæmt Vísi, eigandi tölvanna er líka týndur, hefur ekki stigið fram í dagsljósið.

Fyrir vikið er hægt að segja að hinn meinti strokufangi hafi fengið talsverða samúð meðal þjóðarinnar. Kannski er ofmælt að segja að hann sé eins konar Hrói H – en um fátt er meira talað en hann og margt í frekar gamansömum undrunartóni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leigjendur segja að borgin hafi ekki sinnt ábendingum Umboðsmanns

Leigjendur segja að borgin hafi ekki sinnt ábendingum Umboðsmanns
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum