fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Upplýsinga- og samsæriskenningastríðið um Sýrland

Egill Helgason
Fimmtudaginn 19. apríl 2018 12:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stríðið í Sýrlandi hefur orðið uppspretta samsæriskenninga í mæli sem varla hefur þekkst áður – jú, 11/9 gaf forsmekkinn og kannski má segja að það séu að nokkru leyti sama manntegundin sem er ginnkeypt fyrir sæmsæriskenningum um báða atburðina, þá helst fólk yst á vinstri og hægri vængjum stjórnmálanna.

Hér hafa líka mikil áhrif allir nýju samskiptamiðlarnir, notkun og misnotkun þeirra, og hversu auðvelt er í raun að nota þá til að hræra í almenningsálitinu og koma fölskum fréttum og furðusögum á kreik. Það sem virðist eitthvert smáræði sem sett er fram til að sá efasemdum, getur verið partur af skipulagðri aðgerð sem endurómar víða um alnetið.

Maður sér samsæriskenningarnar um Sýrland á hverjum degi á samskiptamiðlunum. Sumt af því er orðið svo þrálátt að maður er eiginlega hættur að taka eftir því – en það hefur samt sín áhrif. Meginkenningin er sú að alþjóðlegir fjölmiðlar eins og BBC, Guardian CNN, New York Times og fleiri (sem geta talist meginstoðir hefðbundinnar fréttamennsku í vestrænum lýðræðisríkjum) séu í bandalagi með hjálparstofnunum og mannréttindasamtökum, öllum ríkisstjórnum á Vesturlöndum, Saudi-Arabíu, íslömskum öfgamönnum og al-Qaeda um að að taka völdin í Sýrlandi.

Um þetta má lesa mjög upplýsandi grein á vef BBC, en þar kemur meðal annarra við sögu Vanessa Beeley sem var flutt hingað til Íslands nýskeð og hélt fund sem Katrín Jakobsdóttir sótti. Hún er sögð vera í tengslum við vefsvæði sem gerir út á samsæriskenningar og hneigist til öfgahægrimennsku.

 

 

Annar liðsmaður í upplýsingastríðinu um Sýrland er Sarah Abdallah. BBC birtir mynd af henni. Hún hefur marga fylgismenn á samskiptamiðlum og heldur ákaft með Assad og Rússum. Hún segist á Twitter vera stjórnmálaskýrandi frá Líbanon, en hængurinn er sá, samkvæmt BBC-greininni, að annars er varla hægt að finna neitt um hana á netinu. En greining sýnir að þeir sem deila mest frá Sarah Abdallah eru Rússar og bandamenn þeirra, stuðningsmenn Trumps, meðlimir öfgahægrisamtaka í Evrópu, samsæriskenningasmiðir og þeir sem teljast vera alt-right.

Hættan af þessu er margvísleg. Sumt virkar dálítið hjákátlegt, eins og linnulaust hatrið á Hillary Clinton sem birtist hér að neðan. Það sést víða í Sýrlandsáróðrinum. En það er alvarlegra að þarna er gerð linnulaus tilraun til að grafa undan alvöru fréttamennsku og upplýsingastreymi. Stöndugir og sjálfstæðir fjölmiðlar eru hornsteinn hins frjálslynda vestræna lýðræðis. Þá er ekki að finna í Rússlandi eða Kína. Víða um heim eiga þeir í vök að verjast. Við erum stöðugt að fá þau skilaboð að ekki sé meira að marka þá en einhverja bloggara sem geta þess vegna verið gervifyrirbæri,, sannleikurinn sé kolafstæður og í raun engin leið að nálgast hann. Meira að segja forseti Bandaríkjanna er í þessu liði. Þannig magnast tilfinningin af óvissu og glundroða þar sem öllum gildum er snúið á hvolf. Það er í raun hægt að segja hvað sem er án ábyrgðar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna