fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Segir Íslendinga ekki hafa verið víkinga

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 19. apríl 2018 17:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Björnsson, þjóðhátta- og menningarsagnfræðingur, var gestur Sögustundar á Hringbraut í dag. Þar greindi hann frá því að hugmyndir Íslendinga um víkingana væru fjarri sannleikanum. Hann flutti erindi fyrr í mánuðinum er nefnist „Frelsa oss frá víkingum og kóngum“ og fjallar það um þá fölsku sýn sem margir hafa um víkingana og tengingu þeirra við Ísland. Hann segir Íslendinga ekki hafa verið víkinga eða hetjumenni upp til hópa, líkt og lesa megi í kennslubókum og haldið sé uppi í ferðabransanum.

„Þessi hugmynd okkar um víkinga er ung, aðeins um 150 ára gömul. Það var ekki talað um víkinga öðruvísi en sem ræningja og morðingja fram eftir öllum öldum, því auðvitað voru þeir það,“

segir Árni.

„Ég ætla hinsvegar einkum að fjalla um eina uppdiktun, sem þó er ekki nema að litlu leyti heimatilbúin, heldur hefur mestanpart verið troðið upp á okkur og reyndar alla Norðurlandabúa. Það er víkingarómantíkin. Annað mjög villandi atriði varðandi landnámið og landafundina er sú mynd sem sífellt er reynt að gefa af skipum landnámsmanna. Menn eru að smíða glæsileg seglskip eftir hinum bráðfallegu norsku langskipum, sem voru grafin úr jörðu kringum aldamótin 1900. Þess háttar glæsiskip gátu hentað vel með ströndum fram í Skandinavíu og á Eystrasalti til að ‚fara með löndum‘, en ekki á úthafinu. Mönnum hefur reyndar tekist að sigla á þessum skipum yfir Atlantshafið – að vísu undir gjörgæslu“.

Hann segir dæmi þess að þegar biblían var þýdd á 12. og 13. öld var orðið „morðingi“ þýtt sem „víkingur.“ Þá hafi rómantíkin um víkingana komið í kjölfar útrásar Evrópuþjóða:

„Það er ekki talað af virðingu um víkinga fyrr en á 18. og 19. öld, það eru þjóðverjar og Englendingar sem byrja á þessu og athyglisvert er að það er akkúrat á þeim tíma sem þeir eru að leggja undir sig heiminn, Evrópuþjóðirnar að leggja undirsig nýlendurnar, þá eru þeir að hampa þessum gömlu „hetjum“ sem þeir kalla.“

Árni segir einnig að víkingar hafi ekki verið nema brotabrot af þjóðinni allri, líkt og vítisenglar séu nú til dags. Og að Íslendingasögurnar hafi ekki fjallað um víkinga:

„Íslendingasögurnar eru mjög lítið um víkinga, þær eru um íslendinga. En fornaldarsögur norðurlandanna eru um víkinga og virðast helst skrifaðar fyrir unglingsstráka.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega