fbpx
Eyjan

Dauði Stalíns – bannaður í Rússlandi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 19. apríl 2018 01:07

Ég fór í bíó í kvöld. Það var dálítið merkilegt. Fullur salur, sem er óvenjulegt. Og eingöngu fullorðið fólk – sem þekkist varla núorðið. Og þar af fullt af fólki sem ég þekki eða kannast við. Þetta var í Háskólabíói, það er sérstakt fagnaðarefni að ekki skuli lengur gerð hlé á myndum í bíóinu. Hlé á kvikmyndum er sérstaklega hvimleið, nýtast helst þeim sem hafa veika þvagblöðru og svo hinum ört minnkandi hópi tóbaksnautnafólks. Og auðvitað er hægt að selja sælgæti í hléi.

Kannski veitir ekki af því. Rekstur kvikmyndahúsa fer hvarvetna halloka á Vesturlöndum. Netið og streymisveiturnar taka yfir. Kvikmyndasýningar eru 20. öldin. Ég ók um daginn um Suðurland og sá að Selfossbíó er búið að leggja upp laupana.

En kvikmyndin sem dregur fullorðið fólk í bíó er geggjuð kómedía sem fjallar um óvenjulegt efni, dauða harðstjórans Jóseps Stalín og hráskinnsleikinn í kringum hann. Myndin er byggð á franskri teiknimyndasögu. Þarna eru persónur sem eru þekktar úr sögunni, sumar helst fyrir illvirki, Bería, Malenkov, Molotov, Kaganovits, Mikojan, Khrúsjov, Zhukov marskálkur og börn Stalíns, Svetlana hin umkomulausa og hinn alkóhólíski Vassilí.

Öllu er þessu slegið upp í furðulega grátt gaman. Þetta er undarlega skemmtileg mynd, þótt umfjöllunarefnið séu morðingjar og fantar. En það er svo merkilegt að kvikmyndin er bönnuð í Rússlandi. Fæst ekki sýnd þar. Hún er talin móðgandi – en við hvað? Stalínismann!? Þetta er auðvitað tímanna tákn um stjórnarfarið eins og það er orðið í Rússlandi. Helst á ekki að fjalla um glæpi stalínstímans – og ekki heldur í háði.

 

Stalín liggur meðvitundarlaus á gólfinu en hirðmenn hans ráða ráðum sínum. Beria passaði upp á að ekki væri kallað í lækni fyrr en seint og um síðir. Það var líka erfitt að ná í góða lækna því þeir höfðu flestir verið fangelsaðir vegna meintrar aðildar að svonefndu læknasamsæri. Það var reyndar í aðra röndina aðför að gyðingum sem Stalín var búinn að úthugsa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum
Eyjan
Í gær

Bjarni fundaði í Indónesíu – Ræddu þær áskoranir sem eru framundan

Bjarni fundaði í Indónesíu – Ræddu þær áskoranir sem eru framundan
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að sitja með vinum sínum í matsal Áslandsskóla – Þarf að borða á annarri hæð

Fær ekki að sitja með vinum sínum í matsal Áslandsskóla – Þarf að borða á annarri hæð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: „Sitthvað er Braggamálið eða Bragamálið í hugum Pírata“

Brynjar Níelsson: „Sitthvað er Braggamálið eða Bragamálið í hugum Pírata“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð upp úr á Suðurlandsbraut: Viðar vill að konur vaski upp og hætti að vinna – „Þú ert svo mikil undirlægja“

Sauð upp úr á Suðurlandsbraut: Viðar vill að konur vaski upp og hætti að vinna – „Þú ert svo mikil undirlægja“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

14 mánuðir síðan borgarlögmaður var beðinn um álit vegna braggamálsins – Hefur ekki enn skilað af sér

14 mánuðir síðan borgarlögmaður var beðinn um álit vegna braggamálsins – Hefur ekki enn skilað af sér