Eyjan

Bleikt
0
Fimmtudagur 26.apríl 2018
Eyjan

Hvalveiðar hefjast á ný eftir tveggja ára hlé

Ritstjórn Eyjunnar skrifar
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 09:18

Hvalur hf. Stefnir að því að hefja veiðar á langreið á ný eftir tveggja ára hlé. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Að sögn Kristjáns Loftssonar framkvæmdarstjóra Hvals hf. á að nýta afurðina til handa fólki sem þjáist af blóðleysi, en unnið er í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hvernig hægt sé að vinna gelatín úr beinum og hvalspiki til lækninga og matvælaframleiðslu. Kristján segist vona að dregið verði úr innflutningshindrunum í Japan sem er helsti markaðurinn fyrir hvalaafurðir, en árið 2015 kenndi Kristján einnig sterku gengi krónunnar um að hætt var veiðum.

Þær hindranir sem Kristján vísar í eru rannsóknaraðferðir Japana við efnagreiningu, sem sagðar eru úreltar og hvergi notaðar annarsstaðar, þær séu 40 ára gamlar.

Þá er vert að minnast þess að árið 2014 gagnrýndi Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, langreyðaveiðar Íslands harðlega í minnisblaði til bandaríska þingsins, þar sem hvatt var til þess að Ísland hætti hvalveiðum og snúi sér að hvalaskoðun alfarið. Þá vildi hann endurskoða tvíhliða samstarf þjóðanna í framhaldinu vegna málsins og að samskipti ríkjanna ættu að miða að því að fá Ísland til að hlíta ályktunum Alþjóðahvalveiðiráðsins um bann við hvalveiðum í atvinnuskyni. Þá átti einnig að endurmeta hvort við hæfi væri að ráðherrar Bandaríkjastjórnar heimsóttu Ísland.

Hvalkvótinn í ár er 161 langreyður en Hvalur hf. hefur einnig leyfi til að nýta 20% af ónýttum kvóta síðasta árs. Veiðarnar hefjast 20. júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af