fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Eyjan

Dagfari um Eyþór: „Afhjúpar þekkingarleysi sitt á borgarmálum í hvert sinn sem hann tjáir sig“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 10:12

Eyþór Arnalds

Róbert Trausti Árnason, fréttastjóri Hringbrautar, skrifar hressilegan pistil í dag hvar hann segir hálfgerða ringulreið ríkja í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í aðdraganda borgarstjórnarkosninga og að kosningaloforð Eyþórs Arnalds um helgina hafi ekki bætt úr skák:

„Æ betur er að koma í ljós að Eyþór nær alls ekki að hrífa kjósendur með sér og aðrir frambjóðendur eru ekki að hjálpa enda er listinn safn af óþekktu fólki sem höfðar ekki til neinna markhópa. Örvæntingarfullt útspil um helgina með hjákátlegum loforðum bætti heldur ekki stöðuna. Ókeypis fasteignagjöld fyrir þá elstu er hlægilegt loforð að ekki sé talað um að stilla svifryk af í borgarlandinu! Eyþór er farinn að tala í hringi og hann afhjúpar þekkingarleysi sitt á borgarmálum í hvert sinn sem hann tjáir sig. Enda er maðurinn nýfluttur í bæinn frá Selfossi.“

Þá segir hann að Skrímsladeildin alræmda sé komin á stjá:

„Gunnar Smári Egilsson hefur bent á að búið sé að ræsa Skrímsladeild flokksins en hún hefur staðið fyrir níði um andstæðinga í undanförnum kosningum. Andrés Magnússon, bróðir Kjartans sem var hrakinn af lista flokksins, er launaður starfsmaður Skrímsladeildar en meðal sjálfboðaliða sem leggja til lágkúrulegt efni eru Hannes Hólmsteinn, Björn Bjarnason og Óttar Guðjónsson.

Björn hefur staðið í opinberum deilum við þann virta sagnfræðing og ævisagnahöfund Guðjón Friðriksson sem hefur rifjað upp nokkrar staðreyndir um Eyþór Arnalds og brösóttan feril hans. Björn getur ekki horfst í augu við ýmsar óþægilegar staðreyndir um Eyþór og hefur af því tilefni ráðist að Guðjóni með dylgjum. Framkoma Björns Bjarnasonar er gott dæmi um þá örvæntingu sem hefur gripið um sig í herbúðum flokksins.“

Að lokum segir hann Sjálfstæðisflokkinn óttast að fá aðeins sex menn kjörna:

„Sjálfstæðismenn óttast að þeir fái ekki nema 6 menn kjörna. Einungis Miðflokkur og Framsókn eru líklegir til að vilja vinna með þeim fái þeir einn mann hvor. Samtals átta sæti. Meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, VG og Pírata teldi þá 15 fulltrúa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Ingi um ummæli Þórs Saari: „Að venju er farið í manninn, en ekki boltann“

Björn Ingi um ummæli Þórs Saari: „Að venju er farið í manninn, en ekki boltann“
Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Brynjar svarar Þórði: „Þessi langhundur skrifaður í mikilli geðshræringu slær öll met“

Brynjar svarar Þórði: „Þessi langhundur skrifaður í mikilli geðshræringu slær öll met“
Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Bjarni Harðarson: „Hér gefst einstakt tækifæri til að hlusta á þingmenn segja ósatt“ – Segir Steingrím hafa átt að fá sendiherrastöðuna

Bjarni Harðarson: „Hér gefst einstakt tækifæri til að hlusta á þingmenn segja ósatt“ – Segir Steingrím hafa átt að fá sendiherrastöðuna