fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Stofnandinn snýst gegn sköpunarverki sínu: „Björt framtíð orðið leiðindunum að bráð“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 16. apríl 2018 10:06

Guðmundur Steingrímsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Steingrímsson, einn stofnandi Bjartrar framtíðar, segir flokkinn hafa orðið „leiðindunum að bráð“ í pistli sínum í Fréttablaðinu í dag er ber nafnið „Flokkar eru til óþurftar.“ Guðmundur segir það tímaspursmál hvenær, en ekki hvort, flokkar drepi fólk úr leiðindum og láti það „kyngja“ eigin lífsviðhorfum:

„Ég get borið vitni um það að auk þess að vera hamlandi og óeðlilegir, með hliðsjón af nútímasamfélagi, eru flokkar líka til hreinnar óþurftar að öðru leyti: Í þeim öllum ríkir andrúmsloft óbærilegra leiðinda. Flokkar drepa allt þokkalegt fólk úr leiðindum. Það er bara tímaspursmál. Hin kæfandi krafa um að kyngja eigin lífsviðhorfum í þágu flokkshollustu verður smám saman óbærileg, um að ganga í takt við alls konar fólk sem manni líkar jafnvel illa við, um að brosa framan í heiminn þótt flestir viti að til þess séu fáar ástæður. Að vera einhver allt annar en maður er.“

Þá segir hann Bjarta framtíð einnig hafa orðið leiðindunum að bráð og hangi á leikaraskapnum líkt og aðrir flokkar, nema einn, sem sé klíka um völd:

„Þannig gera flokkar. Nú síðast hefur Björt framtíð orðið leiðindunum að bráð. Sá flokkur var stofnaður í þeirri von að hægt væri að skapa stjórnmálaflokk sem væri meira eins og opinn, afslappaður vettvangur, laus við þrúgandi kröfur, byggður á löngun fólks til að þjóna samfélagi sínu á heilbrigðan og óþvingaðan hátt. Það tók nokkur ár fyrir leiðindin – illgirni, deilur og ríg – að vinna fullnaðarsigur yfir fögrum hugsjónum og góðu fólki. Hvernig virka þá hinir flokkarnir sem enn standa? Jú, einn af þeim skrimtir því hann er klíka um völd. Hinir hanga á leikaraskap.“

Útlitið hefur ekki verið bjart hjá Bjartri framtíð eftir að flokkurinn ákvað að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn á síðasta ári. Málefni flokksins í Hafnarfirði hafa verið í fréttum einnig og sá formaður flokksins, Björt Ólafsdóttir, sig knúna til þess að harma þróun mála í færslu á Facebook í síðustu viku. Þá býður flokkurinn ekki fram lista í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti