fbpx
Eyjan

Starfshópur um fjölnota Laugardalsvöll: „Má færa fyrir því rök að það sé ekki réttlætanleg ráðstöfun á opinberu fé“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 16. apríl 2018 13:26

Laugardalsvöllur

Starfshópur sem ríkið og Reykjavíkurborg skipaði 11. janúar sl. um uppbyggingu Laugardalsvallar hefur nú skilað af sér niðurstöðum. Hópurinn fór yfir hugmyndir um þjóðarleikvang fyrir knattspyrnu, lagði mat á þær og gerði tillögur um mögulega uppbyggingu. Þá hefur ríkisstjórn, borgarráð og stjórn KSÍ samþykkt að stofna undirbúningsfélag um mögulega framkvæmd. Undirbúningi fyrir ákvörðun um uppbyggingu Laugardalsvallar skal lokið fyrir lok árs 2018.

Í niðurstöðum starfshópsins er sagt að færa megi fyrir því rök að kostnaður upp á 11-18 milljarða við gerð fjölnotavallar sé ekki „réttlætanleg ráðstöfun“ á opinberu fé:

„Í grófum dráttum, að gefnum fyrirliggjandi upplýsingum, má búast við að heildarkostnaður með virðisaukaskatti vegna opins knattspyrnuvallar og nánasta umhverfis geti orðið á bilinu 7 til 11 milljarðar króna og að fjölnotaleikvangur kosti á bilinu 11 til 18 milljarða króna. Þessu til viðbótar mun þurfa að huga að annarri aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir þegar hennar nýtur ekki lengur við á Laugardalsvelli. Ljóst er að kostnaður vegna fjölnotaleikvangs er vel umfram kostnað við opinn knattspyrnuvöll og má færa fyrir því rök að það sé ekki réttlætanleg ráðstöfun á opinberu fé að ráðast í gerð fjölnotaleikvangs. Áhættan í stofnkostnaði og rekstri fjölnotaleikvangs er meiri og huga þarf að samkeppnisþáttum í slíkum rekstri.“

 

 

 

Helstu niðurstöður starfshópsins eru eftirfarandi:

  1. Margt mælir með því að núverandi þjóðarleikvangur í Laugardal verði endurnýjaður.
  2. Ríkið, Reykjavíkurborg og KSÍ stofni undirbúningsfélag um mögulega framkvæmd og taki upp viðræður um eignarhald á þjóðarleikvangnum.
  3. Undirbúningsfélagið bjóði út samning um endanlega þarfagreiningu, skipulagningu verkefnisins, kostnaðaráætlun og gerð útboðsgagna.
  4. Þjóðarleikvangur getur hvort heldur sem er verið opinn knattspyrnuvöllur eða fjölnotaleikvangur með opnanlegu þaki.
  5. Kostnaður og áhætta við fjölnotaleikvang er vel umfram kostnað og áhættu við opinn knattspyrnuvöll.
  6. Ákvörðun um byggingu og eignarhald þjóðarleikvangs verði tekin með hliðsjón af niðurstöðu vinnu undirbúningsfélags og stöðu opinberra fjármála.
  7. Áætlað er að undirbúningi fyrir ákvörðun verði lokið í lok árs 2018.
  8. Verði tekin ákvörðun um byggingu þjóðarleikvangs getur útboðsferli framkvæmda tekið frá nokkrum mánuðum og upp undir eitt ár og framkvæmdatími verið að minnsta kosti tvö ár.
  9. Huga verður að mögulegu fordæmi ákvörðunar um byggingu þjóðarleikvangs fyrir aðrar íþróttagreinar með hliðsjón af væntanlegri reglugerð um þjóðarleikvanga.
  10. Hvetja ætti til opinnar umræðu um byggingu þjóðarleikvangs á grundvelli þeirra ítarlegu gagna sem tekin hafa verið saman á undanförnum misserum.

 

Á heimasíðu Stjórnaráðsins, stjornarradid.is/laugardalsvollur, er að finna gögn málsins, m.a. skýrslu starfshópsins, hagkvæmniathugun og rýni á rekstrarkostnaði og stofnkostnaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Deilt um „Eiffelturninn“ sem rísa skal á toppi Úlfarsfells: „Flestir hafa áhyggjur af sjónmengun og geislun“

Deilt um „Eiffelturninn“ sem rísa skal á toppi Úlfarsfells: „Flestir hafa áhyggjur af sjónmengun og geislun“
Eyjan
Í gær

Birkir Hólm Guðnason tekur við sem forstjóri Samskipa hf

Birkir Hólm Guðnason tekur við sem forstjóri Samskipa hf
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Félagsbústaðir fá fjárveitingu – Utangarðsfólk fær smáhýsi

Félagsbústaðir fá fjárveitingu – Utangarðsfólk fær smáhýsi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ríkisstyrkt fjárfesting og skattlaus

Ríkisstyrkt fjárfesting og skattlaus
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Rósa grætur þegar hún hugsar til þess að flytja enn einu sinni: „Það var verið að refsa okkur“

Rósa grætur þegar hún hugsar til þess að flytja enn einu sinni: „Það var verið að refsa okkur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Landsbankinn greiðir 9,5 milljarða króna í sérstaka arðgreiðslu

Landsbankinn greiðir 9,5 milljarða króna í sérstaka arðgreiðslu