fbpx
Eyjan

Segir Rússa hefna sín með tölvuárásum: „Spurning hvort íslenzk stjórnvöld hafi gert einhverjar ráðstafanir“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 16. apríl 2018 12:14

Styrmir Gunnarsson

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, segir að Rússar muni bregðast við loftárásum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi, með upplýsingastríði og tölvuárásum, þar sem hefðbundið stríð sé þeim um megn, efnahagslega.

Ísland, sem NATO ríki, studdi hernaðaraðgerðirnar í Sýrlandi og telja erlendir stjórnmálaskýrendur að Rússar muni bregðast við hernaðaraðgerðunum með einhverjum hætti. Styrmir vitnar í bresku pressuna, sem talar um tölvuárásir og upplýsingastríð og spyr síðan hvort stjórnvöld á Íslandi hafi gert ráðstafanir til að mæta slíkum aðgerðum:

„Ljóst er að helztu stórveldi í heiminum hafa lengi búið sig undir að til þessa mundi koma og hafa gert ráðstafanir til að heyja slík stríð en líka að verjast þeim. Það verður fróðlegt að sjá, hvort nú sé komið að kaflaskilum í stríðssögunni. Augljóst er að slíkt stríð er hægt að heyja gegn örríki eins og Íslandi og spurning hvort íslenzk stjórnvöld hafi gert einhverjar ráðstafanir til að mæta slíkum aðgerðum. Kannski er það mikilvægari spurningar heldur en þær sem utanríkismálanefnd Alþingis var að ræða í gærkvöldi. Og athyglisvert að fylgjast með því, hvort einhver þingmaður sér tilefni til að bera slíka fyrirspurn fram á Alþingi.“

Styrmir segir að búast megi við að Rússar svari fyrir sig:

„Það er ljóst af fréttum brezkra blaða um helgina, að brezk stjórnvöld búast við að svör Rússa við loftárásum þríveldanna á efnavopnamiðstöðvar í Sýrlandi og refsiaðgerðum vegna eiturefnaárásar í Bretlandi verði upplýsingastríð og tölvuárásir á mikilvæg gagnakerfi svo sem þau sem stjórna umferð í lofti, mikilvægum innviðum samfélaga á Vesturlöndum, sjúkrahúsakerfum o.sv. frv. Brezkar eftirlitsstöðvar telja sig þegar hafa orðið varar viðstóraukna starfsemi, sem mundi flokkast undir upplýsingastríð frá „tröllaverksmiðjum“ í Rússlandi. Það liggur í augum uppi að Rússar hafa ekki efnahagslegt bolmagn í hefðbundið stríð gegn Vesturlöndum en öðru máli gegnir um þessa nýju tegund af stríðsátökum, sem lengi hefur verið spáð að mundu koma til sögunnar og kallað er á ensku „cyber warfare“.

 

Þess má geta að árið 2015 var stofnað sérstakt Netöryggisráð, hvers starf er að bregðast við netógnum. Formaður ráðsins er Sigurður Emil Pálsson.

Þá var gerð könnun á öryggi opinberra upplýsinga, kerfa og neta haustið 2016, þar sem kom í ljós að úrbóta væri þörf. Aðeins lítill hluti opinberra aðila hafði mótað sér öryggisstefnu, framkvæmt áhættumat eða úthlutað ábyrgð á upplýsingaöryggi á ásættanlegan hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Uppruni þórðargleðinnar

Uppruni þórðargleðinnar
Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Guðbjartur verður framkvæmdastjóri Herjólfs

Guðbjartur verður framkvæmdastjóri Herjólfs
Eyjan
Í gær

Ólína spyr Brynjar: „Finnst þér virkilega að grunnþjónusta á borð við heilbrigðisþjónustu eigi að vera hagnaðardrifin?“

Ólína spyr Brynjar: „Finnst þér virkilega að grunnþjónusta á borð við heilbrigðisþjónustu eigi að vera hagnaðardrifin?“
Eyjan
Í gær

Reykjavík er næstdýrasta borg í Evrópu – Með dýrasta bjórinn og dýrustu söfnin

Reykjavík er næstdýrasta borg í Evrópu – Með dýrasta bjórinn og dýrustu söfnin
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fullyrti það að Sigmundur hefði haft einn aðstoðarmann – Þeir voru í reynd sjö

Fullyrti það að Sigmundur hefði haft einn aðstoðarmann – Þeir voru í reynd sjö
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vinstri Græn rekin með 13,7 milljóna tapi í fyrra

Vinstri Græn rekin með 13,7 milljóna tapi í fyrra