fbpx
Eyjan

Innflytjendur voru að jafnaði 16,5% starfandi fólks árið 2017

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 16. apríl 2018 10:30

Árið 2017 voru að jafnaði 197.094 starfandi á Íslandi. Af þeim voru konur 92.855 eða 47,1 % og karlar 104.239 eða 52,9%. Starfandi innflytjendur voru að jafnaði 32.543 árið 2017 eða 16,5% af öllum starfandi. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Þegar horft er til búsetu kemur í ljós að árið 2017 voru starfandi með skráð lögheimili á Íslandi að jafnaði 190.909 á árinu eða 96,9% allra starfandi. Alls höfðu 163.660 lögheimili hér á landi og einhvern íslenskan bakgrunn eða 83,5%. Af innflytjendum voru 27.249 með lögheimili á Íslandi eða 83,7% en 5.295 höfðu ekki lögheimili á Íslandi eða 16,3%.

Einstaklingur sem fæddur er erlendis og á foreldra og báða afa og báðar ömmur sem einnig eru fædd erlendis, telst innflytjandi samkvæmt aðferðum Hagstofunnar. Aðrir teljast hafa einhvern íslenskan bakgrunn.

Hagstofa Íslands birtir nú í fyrsta sinn niðurstöður um fjölda starfandi á íslenskum vinnumarkaði samkvæmt skráargögnum. Niðurstöður ná til allra einstaklinga með atvinnutekjur sem eru gefnar upp til staðgreiðslu. Það eru laun vegna vinnu, fæðingarorlofsgreiðslur og reiknað endurgjald. Fjöldi starfandi er flokkaður eftir kyni, aldri, bakgrunni og staðsetningu lögheimilis. Talnaefnið verður uppfært mánaðarlega á vef Hagstofunnar. Nánari upplýsingar er að finna í lýsigögnum á vef Hagstofunnar. Um er að ræða bráðabirgðatölur sem geta tekið breytingum yfir tíma.

Talnaefni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Uppruni þórðargleðinnar

Uppruni þórðargleðinnar
Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Guðbjartur verður framkvæmdastjóri Herjólfs

Guðbjartur verður framkvæmdastjóri Herjólfs
Eyjan
Í gær

Ólína spyr Brynjar: „Finnst þér virkilega að grunnþjónusta á borð við heilbrigðisþjónustu eigi að vera hagnaðardrifin?“

Ólína spyr Brynjar: „Finnst þér virkilega að grunnþjónusta á borð við heilbrigðisþjónustu eigi að vera hagnaðardrifin?“
Eyjan
Í gær

Reykjavík er næstdýrasta borg í Evrópu – Með dýrasta bjórinn og dýrustu söfnin

Reykjavík er næstdýrasta borg í Evrópu – Með dýrasta bjórinn og dýrustu söfnin
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fullyrti það að Sigmundur hefði haft einn aðstoðarmann – Þeir voru í reynd sjö

Fullyrti það að Sigmundur hefði haft einn aðstoðarmann – Þeir voru í reynd sjö
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vinstri Græn rekin með 13,7 milljóna tapi í fyrra

Vinstri Græn rekin með 13,7 milljóna tapi í fyrra