fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

„Einn mikilvægasti samningurinn sem Ísland hefur gert á lýðveldistímanum“

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 15. apríl 2018 11:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Utanríkisráðuneytið hefur gefið út skýrsluna Gengið til góðs – skref í átt að bættri framkvæmd EES-samningsins. Í þessari viðamiklu skýrslu eru rakin ýmis álitamál sem tengjast samningnum, meðal annars tafir á upptöku og innleiðingu EES-gerða og þrengra svigrúm til að hafa áhrif á slíkar gerðir en jafnframt er sjónum beint að endurbótastarfi í þessum efnum. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Í formála sínum að skýrslunni bendir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á að samningurinn um evrópska efnahagssvæðið sé vafalítið einn mikilvægasti samningurinn sem Ísland hefur gert á lýðveldistímanum:

„Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið (EES) er vafalítið einn mikilvægasti samningurinn sem Ísland hefur gert á lýðveldistímanum. Hann hefur átt ríkan þátt í aukinni hagsæld þjóðarinnar síðasta aldarfjórðunginn og búið bæði atvinnulífi og almenningi traustara réttarumhverfi. Mikið er því til þess vinnandi að EES-samningurinn verði áfram sá grunnur sem Ísland byggir samskipti sín við Evrópusambandið (ESB) á.“

Hins vegar hafi framkvæmdin ekki verið vandalaus en margt hafi samt verið gert til að ráða bót á henni.

„Þrátt fyrir það góða starf sem unnið hefur verið hef ég litið svo á að gera mætti enn betur. Hef ég þess vegna látið taka saman frekari hugmyndir í því skyni að hægt verði að byggja á og liðka fyrir yfirstandandi starfi að umbótum á framkvæmd EES-samningsins. Hafa þessar hugmyndir þegar verið bornar upp til samþykktar í ríkisstjórn í samvinnu við forsætisráðuneytið og vonast ég til að þær, ásamt þeim tillögum sem raktar eru í fylgiskjölum með eftirfarandi samantekt, beri tilætlaðan ávöxt með endurbættri framkvæmd EES-samningsins á komandi árum,“

segir utanríkisráðherra í skýrslunni.

Skýrslan er aðgengileg á vef stjórnarráðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“