fbpx
Eyjan

Virðum flugöryggi

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 14. apríl 2018 21:01

Ingvar Mar Jónsson

Framsóknarflokkurinn vill vernda Reykjavíkurflugvöll i núverandi mynd og byggja hann upp til þess að hann nýtist samfélaginu betur.  Framsókn vill tryggja nægt lóðaframboð fyrir íbúa og fyrirtæki í Reykjavík án þess að fórna Reykjavíkurflugvelli, því ekki skortir byggingaland í borginni.


Rétt eins og aðrir flugvellir skapar Reykjavíkurflugvöllur störf og laðar að sér fólk og viðskipti. Flugvöllurinn er mikilvægur hlekkur í atvinnustarfsemi landsins og ég trúi að það séu samfélagsleg og efnahagsleg mistök að leggja hann niður.  Völlurinn gegnir einnig mikilvægu öryggishlutverki fyrir flugsamgöngukerfi landsins sem besti varaflugvöllur millilandaflugsins.  Ég hef margoft komið fljúgandi til Keflavíkur í slæmu veðri eftir langt næturflug, þá er mikið öryggi í því fólgið að geta lent á Reykjavíkurflugvelli ef skilyrði heimila ekki lendingu í Keflavík.  Sem flugmaður og flugstjóri í innanlands- og millilandaflugi til ríflega tuttugu ára, finnst mér algjört glapræði að þrengja að eða leggja Reykjavíkurflugvöll niður. Ég vil í raun leggja það að jöfnu við að fjarlægja öryggisbelti úr bifreiðum.

Rándýrar íbúðir fyrir hverja?
Það er dýrara að byggja í mýri en á klöpp. Að leggja Reykjavíkurflugvöll niður og byggja húsnæði í Vatnsmýrinni verður dýrt.  Ég velti fyrir mér hverjir hafi efni á að kaupa sér nýja íbúð þar.  Líklegt er að efnameiri einstaklingar muni yfirbjóða þá efnaminni.  Mikil þörf er fyrir ódýrt húsnæði fyrir fyrstu fasteignakaupendur og ungar barnafjölskyldur, en slíkt húsnæði verður tæplega á boðstólum í Vatnsmýrinni.   Til að koma til móts við vilja þeirra sem vilja byggð í Vatnsmýri er vel hægt að byggja í kringum flugvöllinn án þess að leggja hann niður.  Rétt er að benda á að mörg dæmi eru um flugvelli í þéttbýli í erlendum stórborgum, t.d. London city og La Guardia í New York.

Virðum vilja íbúa og verum skynsöm.
Samkvæmt öllum skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið síðustu misseri, vill meirihluti borgarbúa og mikill meirihluti landsmanna flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Mikil verðmæti eru fólgin í flugvellinum sem óskynsamlegt er að kasta á glæ.  Út frá flugöryggi er óumdeilt að Ísland þarf tvo flugvelli á suður eða suðvesturlandi sem geta tekið á móti þotum í millilandaflugi.  Því er ekki nægjanlegt að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur, ávallt mun þurfa að byggja nýjan varaflugvöll.  Spurningin er því hvort við viljum leggja niður Reykjavíkurflugvöll, sem þjónar hlutverki sínu vel, til þess að byggja annan flugvöll sem mun sennilega kosta 200 milljarða króna.  Eru ekki önnur samfélagsverkefni brýnni?  Ég hvet þig kjósandi góður, til að leggja málstaðnum lið og kjósa Framsókn í Reykjavík. X-B.

Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri hjá Icelandair og skipar 1. sæti á framboðslista Framsóknar í Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Dómsmálaráðherra segir „mikla ánægju“ með þróun mála hjá lögreglunni – Biggi lögga orðlaus

Dómsmálaráðherra segir „mikla ánægju“ með þróun mála hjá lögreglunni – Biggi lögga orðlaus
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Uppruni þórðargleðinnar

Uppruni þórðargleðinnar
Eyjan
Í gær

Vigdís heimfærir OR málið upp á Reykjavíkurborg: „Á ekki bara að eiga við þegar karlmenn brjóta á rétti kvenna – heldur líka þegar konur brjóta á rétti karla“

Vigdís heimfærir OR málið upp á Reykjavíkurborg: „Á ekki bara að eiga við þegar karlmenn brjóta á rétti kvenna – heldur líka þegar konur brjóta á rétti karla“
Eyjan
Í gær

Murakami kippir fótunum undan Nýja Nóbelnum

Murakami kippir fótunum undan Nýja Nóbelnum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leggur til að mannanafnanefnd verði lögð niður – Frjálst val við nafngift – Ný viðbót við -son og -dóttir

Leggur til að mannanafnanefnd verði lögð niður – Frjálst val við nafngift – Ný viðbót við -son og -dóttir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fullyrti það að Sigmundur hefði haft einn aðstoðarmann – Þeir voru í reynd sjö

Fullyrti það að Sigmundur hefði haft einn aðstoðarmann – Þeir voru í reynd sjö