fbpx
Eyjan

Eyþór ætlar að byggja 8000 íbúðir

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 14. apríl 2018 23:51

Frá fundi Sjálfstæðismanna

Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, kynnti í gær kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar við lófaklapp á fjölmennum fundi í Iðnó. Um er að ræða sjö kosningaloforð sem sagðar eru boða grundvallarbreytingar í málaflokkum er snerta alla borgarbúa.

Kosningaloforðin sjö eru eftirfarandi:

  • 2.000 íbúðir verði byggðar að jafnaði á ári á kjörtímabilinu
  • Ferðatími til og frá vinnu styttist um 20%
  • Fella niður fasteignaskatt á 70 ára og eldri
  • Öll börn fái leikskólapláss við 18 mánaða aldur
  • Svifryksmengun fari ekki yfir heilsuverndarmörk
  • Reykjavík verði grænasta borg í Evrópu
  • Styttur verði afgreiðslutími í kerfinu um helming

 

Nánari útlistun á loforðunum:

 

HÚSNÆÐISVANDINN

Á síðasta ári voru aðeins 322 íbúðir byggðar í
Reykjavík

Húsnæðisverð hefur hækkað um 50% víða í
borginni á fjórum árum

Lítið hefur verið byggt af hagkvæmum einingum

Ungt fólk fast hjá foreldrum

REYKJAVÍK VERÐI SAMKEPPNISHÆF

Tryggjum nægt lóðaframboð fyrir fjölbýli og
sérbýli

Hagkvæmari lausnir og minni einingar fyrir
fyrstu kaup

Leyfum byggð í Örfirisey og við Keldur

Klárum uppbyggingu í Úlfarsárdal

2000 ÍBÚÐIR VERÐA BYGGÐAR AÐ JAFNAÐI Á ÁRI

FÓLK ER FAST Í UMFERÐINNI

Sífellt meiri tími fer í að ferðast á milli staða

Ferðatími hefur aukist um 26% á fjórum
árum

Tafatími í umferð er lenging vinnuvikunnar

STÓRÁTAK Í SAMGÖNGUMÁLUM

Bætum Strætó með tíðari ferðum, bættu leiðarkerfi og
betri skýlum

Styðjum við vistvænar samgöngur

Forgangsröðum framkvæmdum með umferðarlíkani

Notum ljósastýringu til að bæta flæði í umferð

Fækkum hættulegum ljósastýrðum gatnamótum

STYTTA FERÐATÍMA TIL OG FRÁ VINNU UM 20%

FJÖLSKYLDUVANDI

1.629 börn á biðlista

Dagforeldrum hefur fækkað um 30% á sex
árum

Um helmingur leikskóla í Reykjavík sendu
börn heim vegna manneklu

BÖRNIN Í FORGANG

Aukum sjálfstæði leikskólanna

Fjölgum dagforeldrum með því að
bjóða aðstöðu og hækka niðurgreiðslu

Hækkum lægstu launin á leikskólunum

ÖLL BÖRN FÁI LEIKSKÓLAPLÁSS VIÐ 18 MÁNAÐA ALDUR

BORGIN ER Í RUSLI

Borgin er skítug

Grasið er ekki slegið, götur og stígar ekki sópaðir

Svifryksmengun fer reglulega yfir
heilsuverndarmörk

Börnum er haldið innandyra vegna loftmengunar

TÖKUM TIL Í REYKJAVÍK

Þrífum borgina oftar og reglulega

Styðjum við rafbílavæðingu

Tryggjum að svifryksmengun fari ekki yfir
heilsuverndarmörk

Auðveldum flokkun og endurvinnslu

SVIFRYKSMENGUN FARI EKKI YFIR HEILSUVERNDARMÖRK

REYKJAVÍK VERÐI GRÆNASTA BORG Í EVRÓPU

ÁLÖGUR HAFA HÆKKAÐ Á ELDRI
BORGARA

Fasteignaskattar hafa hækkað víða um 50% á
fjórum árum

Húsnæði fyrir eldri borgara er dýrara en áður

Skortur er á úrræðum

EFLUM ELDRI BORGARA

Styðjum við þá eldri borgara sem
geta og vilja búa heima

Léttum á álögum

Eflum heimaþjónustu

FELLA NIÐUR FASTEIGNASKATTA Á 70+

BÁKNIÐ

Afgreiðslutími langur

Rukkað fyrir spurningar og svörin koma seint

Afgreiðsla leyfa tefst stundum í mörg ár

Boðleiðir alltof langar

STYTTUM BOÐLEIÐIR

Einföldum stjórnkerfið

Styttum boðleiðir

Innleiðum sjálfsafgreiðslu

Lækkum kostnað

STYTTUM AFGREIÐSLUTÍMA Í KERFINU UM HELMING

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Deilt um „Eiffelturninn“ sem rísa skal á toppi Úlfarsfells: „Flestir hafa áhyggjur af sjónmengun og geislun“

Deilt um „Eiffelturninn“ sem rísa skal á toppi Úlfarsfells: „Flestir hafa áhyggjur af sjónmengun og geislun“
Eyjan
Í gær

Birkir Hólm Guðnason tekur við sem forstjóri Samskipa hf

Birkir Hólm Guðnason tekur við sem forstjóri Samskipa hf
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Félagsbústaðir fá fjárveitingu – Utangarðsfólk fær smáhýsi

Félagsbústaðir fá fjárveitingu – Utangarðsfólk fær smáhýsi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ríkisstyrkt fjárfesting og skattlaus

Ríkisstyrkt fjárfesting og skattlaus
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Rósa grætur þegar hún hugsar til þess að flytja enn einu sinni: „Það var verið að refsa okkur“

Rósa grætur þegar hún hugsar til þess að flytja enn einu sinni: „Það var verið að refsa okkur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Landsbankinn greiðir 9,5 milljarða króna í sérstaka arðgreiðslu

Landsbankinn greiðir 9,5 milljarða króna í sérstaka arðgreiðslu