Eyjan

Bleikt
0
Fimmtudagur 26.apríl 2018
Eyjan

Ríkissjóður kaupir eigin bréf fyrir 27 milljarða króna

Ritstjórn Eyjunnar skrifar
Föstudaginn 13. apríl 2018 16:06

Bjarni Benediktsson Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Ríkissjóður keypti í vikunni eigin skuldabréf af Seðlabanka Íslands samtals að fjárhæð 27 ma.kr. Um er að ræða bréf í flokknum RIKH 18 fyrir um 4,7 ma.kr. að nafnvirði og í flokknum RIKB 19 fyrir um 21,6 ma.kr. að nafnvirði. Uppgjör viðskipta fór fram í dag. Þetta kemur fram á Stjórnarráðsvefnum.

Heildarkaupverð bréfanna nemur 27,3 ma.kr. Kaupin eru fjármögnuð með innstæðum ríkissjóðs hjá Seðlabanka Íslands og með lækkun á almennri sjóðsstöðu.

Eftir þessi viðskipti nema heildarskuldir ríkissjóðs um 866 ma.kr., eða sem samsvarar 32% af VLF, og er þá tekið tillit til útboðs á ríkisbréfum sem fram fór í dag. Hrein staða ríkissjóðs reiknuð á grundvelli laga um opinber fjármál, þ.e. þegar sjóðir og innstæður eru dregnar frá heildarskuldum, nemur eftir viðskiptin um 724 ma.kr., eða sem nemur um 27% af VLF.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af