fbpx
Eyjan

Ólafur spyr um kostnað vegna hælisleitenda: „Sumu fólki finnst að það megi ekki nefna þessa hluti“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. apríl 2018 16:20

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, hefur lagt fram tvær fyrirspurnir á Alþingi er varða útgjöld vegna hælisleitenda, meðal annars fjölda þeirra, meðaldvalartíma og hvað stjórnvöld hafa gert til að stytta dvalartímann og fyrirbyggja slíkar endurkomur.

Um þetta er fjallað í Stundinni, þar sem nefnt er að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi ítrekað borið saman kostnað við móttöku flóttamanna og skort á úrræðum fyrir fátækt fólk á Íslandi og að flokkurinn vilji aðeins taka við 50 kvótaflóttamönnum á ári.

Í samtali við Eyjuna sagði Ólafur að fólk þyrfti að gera sér grein fyrir muninum á flóttamönnum og hælisleitendum:

„Það er ekki verið að bera þennan kostnað saman við eitt eða neitt.Það er ekki spurt um kvótaflóttamenn, heldur hælisleitendur. Það er ekki sami hluturinn og kemur þessu máli ekkert við. Kvótaflóttamenn koma hingað í boði ríkisins. Hælisleitandi getur verið hver sem er úti í heimi, sem kemur ekki frá stríðshrjáðu landi,“

segir Ólafur. Hann tekur einnig fram að fyrirspurnir sínar séu ekki á nokkurn hátt gildishlaðnar, aðeins sé verið að spyrja um staðreyndir:

„Þetta er bara mikilvægur liður í fjárlögunum, sem að hefur farið mikið fram úr í kostnaði og er með blikkandi ljósum eins og það heitir. Ég ætla að sjá hvernig þessi kostnaður hefur þróast, því menn hafa haft miklar áhyggjur af honum. Til að skilja bakgrunnin að þessum kostnaði vil ég vita um ýmsar breytur, eins og fjölda og dvalartíma til dæmis. Bara eins og rekstrarmaður í fyrirtæki myndi spyrja um. En sumu fólki finnst að það megi ekki nefna þessa hluti og veigrar sér við því, ég veit það alveg.“

 

Fyrirspurnir Ólafs voru svohljóðandi:

„Fyrirspurn til dómsmálaráðherra um útgjöld vegna hælisleitenda:

Hver voru árleg heildarútgjöld ríkissjóðs og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu árin 2012–2017 vegna málefna hælisleitenda og hverjir eru einstakir þættir þeirra útgjalda á sviði löggæslumála, landamæravörslu, skólamála, heilbrigðismála og velferðarmála? 

Fyrirspurn til dómsmálaráðherra um fjölda hælisleitenda og dvalartíma þeirra hér á landi:

  1. Hver var fjöldi hælisleitenda og hversu margir fengu hæli hér á landi á árunum 2012–2017? Svar óskast sundurliðað eftir árum. 
         2.      Hver var meðaldvalartími þeirra hælisleitenda hérlendis sem fengu synjun erindis á sama tíma? Hver var lengsti dvalartíminn og hvernig var dreifing hans? 
         3.      Hvaða þættir hafa helst áhrif á dvalartíma hælisleitenda? Hvað hafa stjórnvöld gert til þess að stytta dvalartímann, hver er árangur þeirra aðgerða og hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar? 
         4.      Hver er fjöldi og meðaldvalartími hælisleitenda sem snúið hafa aftur eftir að hafa verið synjað um vernd og fengið lögreglufylgd úr landi á árunum 2012–2017? Hver var lengsti dvalartíminn og hvernig var dreifing hans? Hvað hafa stjórnvöld gert til þess að fyrirbyggja slíkar endurkomur og hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar? “
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Deilt um „Eiffelturninn“ sem rísa skal á toppi Úlfarsfells: „Flestir hafa áhyggjur af sjónmengun og geislun“

Deilt um „Eiffelturninn“ sem rísa skal á toppi Úlfarsfells: „Flestir hafa áhyggjur af sjónmengun og geislun“
Eyjan
Í gær

Birkir Hólm Guðnason tekur við sem forstjóri Samskipa hf

Birkir Hólm Guðnason tekur við sem forstjóri Samskipa hf
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Félagsbústaðir fá fjárveitingu – Utangarðsfólk fær smáhýsi

Félagsbústaðir fá fjárveitingu – Utangarðsfólk fær smáhýsi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ríkisstyrkt fjárfesting og skattlaus

Ríkisstyrkt fjárfesting og skattlaus
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Rósa grætur þegar hún hugsar til þess að flytja enn einu sinni: „Það var verið að refsa okkur“

Rósa grætur þegar hún hugsar til þess að flytja enn einu sinni: „Það var verið að refsa okkur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Landsbankinn greiðir 9,5 milljarða króna í sérstaka arðgreiðslu

Landsbankinn greiðir 9,5 milljarða króna í sérstaka arðgreiðslu