fbpx
Eyjan

Kaupsamningum fjölgaði um 20% í fyrra á Norðurlandi

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. apríl 2018 21:08

Húsnæðismarkaðurinn á Norðurlandi hefur einkennst af verðhækkunum og fjölgun kaupsamninga og hafa verðhækkanir í sumum sveitarfélögum á svæðinu verið talsvert umfram hækkanir á landsvísu. Í sumum sveitarfélögum er markaðsverð íbúða þó enn það lágt að það hamlar uppbyggingu og vinnur Íbúðalánasjóður nú að heildstæðum lausnum á þeim vanda.

Þetta er á meðal þess sem fram kom á opnum fundi Íbúðalánasjóðs um húsnæðismarkaðinn á Norðurlandi sem haldinn var á Hótel KEA á Akureyri í dag.

 

20% fjölgun kaupsamninga í fyrra

Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs, fór yfir þróun mála á íbúðamarkaði á Norðurlandi. Markaðurinn þar hefur sótt í sig veðrið að undanförnu. Kaupsamningum um íbúðir á Norðurlandi fjölgaði um 20% í fyrra sem er ólíkt höfuðborgarsvæðinu þar sem kaupsamningum fækkaði um 7% milli ára. Að undanförnu hefur íbúðamarkaðurinn á Akureyri verið líflegri en á höfuðborgarsvæðinu ef fjöldi kaupsamninga er borinn saman við fjölda íbúða.

 

Mestar verðhækkanir í Norðurþingi

Íbúðaverð hefur almennt hækkað í svipuðum takti á Norðurlandi og á landsvísu en þróunin hefur verið mismunandi milli sveitarfélaga. Norðurþing er það sveitarfélag á svæðinu þar sem meðalfermetraverð hefur hækkað mest, eða um 52% milli áranna 2015-2017. Á sama tímabili hækkaði meðalfermetraverð um 27% á Akureyri sem er svipuð hækkun og í Reykjavík. Meðalsölutími íbúða á Norðurlandi hefur einnig styst verulega undanfarin misseri og mælist nú svipaður og á höfuðborgarsvæðinu.

Einnig var farið yfir stöðu mála á leigumarkaði. Tíunda hver íbúð á Akureyri er leigð út með þinglýstum leigusamningi sem er meira en að meðaltali á landsvísu. Hins vegar eru hlutfallslega færri íbúðir til leigu á Airbnb á Akureyri en á landsvísu.

 

Unnið að aðgerðum til að fjölga nýbyggingum á landsbyggðinni

Nýbyggingar á Akureyri hafa fylgt hagsveiflunni, en nýbyggingar á Norðurlandi utan Akureyrar hafa verið í sögulegu lágmarki undanfarin ár þrátt fyrir mikinn hagvöxt. Sigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri á húsnæðissviði Íbúðalánasjóðs, kynnti þau verkefni sem Íbúðalánasjóður vinnur nú að í samstarfi við stjórnvöld og sveitarfélögin til þess að bregðast við þessum vanda. Í erindi hennar var farið yfir ýmis tæki sem stjórnvöld ýmist hafa eða vinna nú að til að örva nýbyggingar á svæðum þar sem lágt markaðsverð húsnæðis hefur staðið uppbyggingu fyrir þrifum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Uppruni þórðargleðinnar

Uppruni þórðargleðinnar
Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Guðbjartur verður framkvæmdastjóri Herjólfs

Guðbjartur verður framkvæmdastjóri Herjólfs
Eyjan
Í gær

Ólína spyr Brynjar: „Finnst þér virkilega að grunnþjónusta á borð við heilbrigðisþjónustu eigi að vera hagnaðardrifin?“

Ólína spyr Brynjar: „Finnst þér virkilega að grunnþjónusta á borð við heilbrigðisþjónustu eigi að vera hagnaðardrifin?“
Eyjan
Í gær

Reykjavík er næstdýrasta borg í Evrópu – Með dýrasta bjórinn og dýrustu söfnin

Reykjavík er næstdýrasta borg í Evrópu – Með dýrasta bjórinn og dýrustu söfnin
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fullyrti það að Sigmundur hefði haft einn aðstoðarmann – Þeir voru í reynd sjö

Fullyrti það að Sigmundur hefði haft einn aðstoðarmann – Þeir voru í reynd sjö
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vinstri Græn rekin með 13,7 milljóna tapi í fyrra

Vinstri Græn rekin með 13,7 milljóna tapi í fyrra