fbpx
Eyjan

Guðlaugur Þór: „Umfangsmestu breytingar innan utanríkisþjónustunnar í langan tíma“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. apríl 2018 18:12

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flutti í dag Alþingi skýrslu sína um utanríkis- og alþjóðamál. Skýrslan gefur yfirlit yfir stöðu utanríkismála Íslands og helstu atburði á þeim vettvangi undanfarna tólf mánuði, með áherslu á þær breytingar sem nú eru til framkvæmdar í utanríkisþjónustunni.

Í ræðu sinni á Alþingi gerði ráðherra meðal annars að umtalsefni breytingar á utanríkisþjónustunni í samræmi við tillögur skýrslunnar Utanríkisþjónusta til framtíðar – hagsmunagæsla í síbreytilegum heimi sem kom út í fyrra.

„Óhætt er að fullyrða að nú séu í farvegi umfangsmestu breytingar innan utanríkisþjónustunnar í langan tíma,“

sagði ráðherra í ræðunni um leið og hann rakti helstu nýmælin sem í breytingunum felast, þar á meðal breytingar á staðsetningu og verkefnum sendiskrifstofa og margvíslegar umbætur á starfsemi ráðuneytisins.

Hvað einstaka málefnaflokka varðar undirstrikaði ráðherra að sérstök sérstök varnarmálaskrifstofa, sem endurvakin var á síðasta ári, endurspeglaði þann ásetning að Íslendingar væru virkir þátttakendur í öryggissamstarfi vestrænna þjóða. „Íslendingar verði sjálfir að vera þátttakendur í aðgerðum til að tryggja öryggi landsins,“ sagði ráðherra í ræðunni og vísaði þar meðal annars til rekstrar varnarmannvirkja á Íslandi og þátttöku í varnaræfingum Atlantshafsbandalagsins.

Ráðherra lagði ríka áherslu á mikilvægi utanríkisviðkipta í ræðu sinni. Utanríkisþjónustan yrði að styðja við atvinnulífið í sókn á ný markaðssvæði, sérstaklega þar sem atbeini opinberra aðila er nauðsynlegur til að greiða götu viðskipta. Ætlunin væri að styrkja sendiráðin í Asíu með fleiri viðskiptafulltrúum, auk þess sem skipaðir verða nýir kjörræðismenn í helstu borgum. Þá væri verið að skoða þann möguleika að opna viðskiptaskrifstofur í Austur-Asíu og á hátæknisvæðinu í Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna með áherslu á að efla þjónustu við nýsköpunarfyrirtæki, hátækniiðnað og skapandi greinar.

Samstarfið um evrópska efnahagssvæðið var ráðherra jafnframt ofarlega í huga og gerði hann meðal annars að umtalsefni að svigrúm til að hafa áhrif á EES-gerðir á mótunarstigi hefði þrengst.

„Lykillinn að árangursríkri hagsmunagæslu við mótun löggjafar innan Evrópska efnahagssvæðisins er að koma sjónarmiðum Íslands að snemma í ferlinu. Mikils átaks er þörf í þessum efnum,“

sagði ráðherra og bætti við að mikil vinna hefði verið lögð í að hagsmuni Íslands vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og þar með úr EES-samstarfinu.

Af öðrum áhersluatriðum í ræðu ráðherra má nefna formennsku Íslands í Norðurlandasamstarfinu og Norðurskautsráðinu á næsta ári, sjálfbæra nýtingu auðlinda í hafinu umhverfis Ísland og þróunarsamvinnu en helmingur af fjárveitingum til utanríkisþjónustunnar rennur til þróunarsamvinnu og alþjóðlegra verkefna. Ráðherra undirstrikaði meðal annars mikilvægi samvinnu við atvinnulífið í þeim efnum.

„Nú er unnið að því að gera íslenskum sérfræðingum og sérhæfðum fyrirtækjum, t.d. í jarðvarma og sjávarútvegi, betur kleift að nota þekkingu sínu í þágu fátækra þjóða,“

sagði ráðherra í ræðu sinni. Loks lagði hann áherslu á þjónustu við íslenska borgara erlendis en yfir 30 þúsund erindi sem tengjast borgaraþjónustu berast ráðuneytinu og sendiskrifstofum á ári hverju.

Skýrsla Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál er aðgengileg á netinu.

Auk þess er nýkominn út bæklingurinn Íslensk utanríkismál 2018, sem er útdráttur úr skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Vilhjálmur setti VÍS afarkosti: „Ég talaði kjarnyrta íslensku við forstjórann“

Vilhjálmur setti VÍS afarkosti: „Ég talaði kjarnyrta íslensku við forstjórann“
Eyjan
Í gær

Deilt um „Eiffelturninn“ sem rísa skal á toppi Úlfarsfells: „Flestir hafa áhyggjur af sjónmengun og geislun“

Deilt um „Eiffelturninn“ sem rísa skal á toppi Úlfarsfells: „Flestir hafa áhyggjur af sjónmengun og geislun“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Helmingur landsmanna sækir helst fréttir af vefsíðum fréttamiðla – Aðeins 4% sækja í dagblöð

Helmingur landsmanna sækir helst fréttir af vefsíðum fréttamiðla – Aðeins 4% sækja í dagblöð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bækur sem eyðilögðu æsku manns – eða svona hérumbil

Bækur sem eyðilögðu æsku manns – eða svona hérumbil
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Samanburður við lýðveldishátíð og kristnitökuafmæli út í hött

Samanburður við lýðveldishátíð og kristnitökuafmæli út í hött
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Félagsbústaðir fá fjárveitingu – Utangarðsfólk fær smáhýsi

Félagsbústaðir fá fjárveitingu – Utangarðsfólk fær smáhýsi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur vill skipta um tryggingarfélag vegna lokunar VÍS: „Óþolandi þegar verið er að leita hagræðingar þá er ætíð ráðist á landsbyggðina“

Vilhjálmur vill skipta um tryggingarfélag vegna lokunar VÍS: „Óþolandi þegar verið er að leita hagræðingar þá er ætíð ráðist á landsbyggðina“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Rósa grætur þegar hún hugsar til þess að flytja enn einu sinni: „Það var verið að refsa okkur“

Rósa grætur þegar hún hugsar til þess að flytja enn einu sinni: „Það var verið að refsa okkur“