fbpx
Eyjan

Eystrasaltsríkin vilja meira samstarf við Norðurlöndin

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. apríl 2018 09:43

Ljósmyndari Johannes Jansson/norden.org

Yfirgnæfandi meirihluti íbúa Eystrasaltsríkjanna, eða tæplega 90%, telja samstarf við Norðurlönd mikilvægt og meirihluti þeirra vill auka samstarfið enn frekar. Þetta kemur fram í könnun sem Norræna ráðherranefndin lét gera í tilefni aldarafmælis Eystrasaltsríkjanna á þessu ári.

Áhugi á Norðurlöndum er mestur í Eistlandi en þar svara 91% aðspurðra því að þau telji samstarf við Norðurlönd mikilvægt eða afar mikilvægt. 65% telja það afar mikilvægt. Í Litháen segja 89% samstarfið mikilvægt eða afar mikilvægt en í Lettlandi svara 84% á sömu leið.

„Könnunin sýnir að gífurlegur áhugi er á samstarfi við Norðurlönd. Þetta er  ánægjuleg niðurstaða sem bendir til þess að mikið er sóst eftir sameiginlegum verkefnum og því starfi sem Norræna ráðherranefndin vinnur í Eystrasaltsríkjunum,“

segir Christer Haglund, yfirmaður skrifstofu ráðherranefndarinnar í Eistlandi.

 

Meirihlutinn vill aukið samstarf

Mikill meirihluti aðspurðra telur að auka eigi samstarfið enn frekar. Í Litháen vilja 88% meira samstarf, í Eistlandi 76% en í Lettlandi 67%.

Það er fyrst og fremst landfræðileg nálægð lítilla ríkja og þörf þeirra fyrir að vinna saman sem skýrir þennan mikla áhuga á Norðurlöndum. Efnahagur, menntun og vísindi ásamt ferðaþjónustu eru þeir málaflokkar sem flestir íbúar Eystrasaltsríkja benda á sem mikilvægasta að eiga samstarf um.

Mesta gagnið telja þeir í því að þjóðirnar læri hver af annarri og muni það auka viðskipti og samkeppnisfærni í Eystrasaltsríkjunum. Aðspurðir hvað Eystrasaltsríkin gætu fært samstarfinu segjast Eistar geta lagt til þekkingu á stafrænni væðingu. Algengustu svörin í Lettlandi eru vinnuafl, ferðaþjónusta og menning en í Litháen nefnir fólk vísindi og nýsköpun.

Astrid Lindgren og víkingarnir þekkt

Í könnuninni var einnig spurt hvaða persóna, núlifandi, söguleg eða skálduð, komi helst upp í hugann þegar Norðurlönd ber á góma. Í Eistlandi trónaði Sauli Niinistö Finnlandsforseti efstur á lista en í Lettlandi og Litáen voru það ýmist Astrid Lindgren, jólasveinar, víkingar eða Kalli á þakinu.

Viðhorfskönnunin er sú fyrsta sinnar tegundar sem gerð er í Eystrasaltsríkjunum. Í hverju landi var hringt í sex hundruð manns á tímabilinu 16. febrúar til 9. mars.

Skrifstofur Norrænu ráðherranefndarinnar hafa starfað í Eystrasaltsríkjunum allt frá árinu 1991. Niðurstöður könnunarinnar verða nýttar við gerð samstarfsáætlana í framtíðinni.

Nálgast má könnunina hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Dómsmálaráðherra segir „mikla ánægju“ með þróun mála hjá lögreglunni – Biggi lögga orðlaus

Dómsmálaráðherra segir „mikla ánægju“ með þróun mála hjá lögreglunni – Biggi lögga orðlaus
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Uppruni þórðargleðinnar

Uppruni þórðargleðinnar
Eyjan
Í gær

Vigdís heimfærir OR málið upp á Reykjavíkurborg: „Á ekki bara að eiga við þegar karlmenn brjóta á rétti kvenna – heldur líka þegar konur brjóta á rétti karla“

Vigdís heimfærir OR málið upp á Reykjavíkurborg: „Á ekki bara að eiga við þegar karlmenn brjóta á rétti kvenna – heldur líka þegar konur brjóta á rétti karla“
Eyjan
Í gær

Murakami kippir fótunum undan Nýja Nóbelnum

Murakami kippir fótunum undan Nýja Nóbelnum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leggur til að mannanafnanefnd verði lögð niður – Frjálst val við nafngift – Ný viðbót við -son og -dóttir

Leggur til að mannanafnanefnd verði lögð niður – Frjálst val við nafngift – Ný viðbót við -son og -dóttir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fullyrti það að Sigmundur hefði haft einn aðstoðarmann – Þeir voru í reynd sjö

Fullyrti það að Sigmundur hefði haft einn aðstoðarmann – Þeir voru í reynd sjö