fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Verkefni Barnaheilla, Vináttu, hafnað af borgarstjórn

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 17:11

Kolbrún Baldursdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir ritar:

Fátt skiptir meira máli fyrir börnin okkar en að þau læri og tileinki sér góða samskiptahætti. Flokkur fólksins vill að allt kapp sé lagt á að kenna börnum, um leið og þroski og aldur leyfir, umburðarlyndi fyrir margbreytileikanum og að bera virðingu fyrir hverjum og einum. Vináttuverkefni Barnaheilla er forvarnarverkefni gegn einelti sem rúmlega 100 leikskólar eða 40% allra leikskóla á landinu vinna með. Reykjavík er eitt af fáum sveitarfélögum sem ekki hefur eyrnamerkt fé til Vináttuverkefnisins í leikskólum borgarinnar. Nú hafa Barnaheill einnig gefið út efni fyrir 1.-3. bekk grunnskóla og er verið að vinna með það í tilraunaskyni í 15 grunnskólum í sex sveitarfélögum veturinn 2017-2018. Í framhaldi af þeirri vinnu mun það standa öllum grunnskólum til boða.

Flokkur fólksins vill að Vináttuverkefni Barnaheilla á Íslandi verði tekið inn í alla leikskóla borgarinnar og að tilraunakennsla með verkefnið hefjist í grunnskólum borgarinnar í haust. Verkefnið Vinátta er danskt að uppruna og nefnist Fri for mobberi á dönsku. Það er gefið út í samstarfi við systursamtök Barnaheilla; Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku. nVinátta hefur hlotið góðar viðtökur. Yfir 1000 starfsmenn leik- og grunnskóla hafa sótt námskeið hjá Barnaheillum um notkun verkefnisins. Vinátta fékk hvatningarverðlaun á Degi gegn einelti árið 2017. Mælikvarði á ágæti verkefnisins er sú mikla útbreiðsla sem það hefur hlotið á stuttum tíma.

Umsagnir frá starfsfólki Vináttu-leikskólanna hafa allar verið jákvæðar. Kostnaður við að innleiða verkefnið er á bilinu 100-150 þ.kr. fyrir hvern skóla. Það hlýtur að teljast lítið ef sá árangur sem það skilar sér til barna, foreldra og starfsfólks skóla er skoðaður. Borgarstjórn hefur tregast til að veita fé til þessa verkefnis. Leikskólar borgarinnar sem óskað hafa eftir að fá verkefnið í sína leikskóla hafa þurft að sækja fjármagn í námsgagnasjóði leikskólanna.

Flokkur fólksins vill útrýma einelti, í það minnsta gera allt sem hugsast getur til að það megi vera hverfandi. Með þátttöku sem flestra leik- og grunnskóla í Vináttu eru lögð lóð á þær vogarskálar. Flokkur fólksins vill að verkefnið Vinátta verði keypt fyrir leik- og grunnskólana í ljósi góðrar reynslu og ekki síst þar sem verkefnið hjálpar börnum að leysa úr ýmsum tilfinningalegum vanda sem mikið ber á núna.

Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Í gær

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi