Eyjan

Bleikt
0
Fimmtudagur 26.apríl 2018
Eyjan

Þorvaldur leiðir Alþýðufylkinguna í borginni

Ritstjórn Eyjunnar skrifar
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 12:27

Þorvaldur Þorvaldsson. Trésmiður og formaður Alþýðufylkingarinnar.

Þorvaldur Þorvaldsson, formaður og stofnandi Alþýðufylkingarinnar, leiðir lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Tvær konur eru í fimm efstu sætunum, því öðru og fjórða.

Líkt og Eyjan greindi frá hugðist Þorvaldur koma á samstarfi með Sósíalistaflokki Gunnars Smára Egilssonar, en sagði hann farir sínar ekki sléttar af þeim samskiptum, kvað hann Gunnar hafa svarað með dylgjum og skætingi og afgreitt tillöguna um samstarf á ólýðræðislegan hátt.

Í fimm efstu sætum R-lista Alþýðufylkingarinnar í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík 26. maí næstkomandi eru eftirfarandi frambjóðendur:

 

  1. Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður
  2. Tamila Gámez Garcell kennari
  3. Vésteinn Valgarðsson stuðningsfulltrúi
  4. Claudia Overesch skrifstofumaður
  5. Gunnar Freyr Rúnarsson sjúkraliði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af