fbpx
Eyjan

Skorað á Írisi að leiða nýtt framboð í Eyjum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 17:00

Íris Róbertsdóttir

Í kvöld fer fram stofnfundur nýs bæjarmálafélags í Vestmannaeyjum. Aðdragandinn er „þung undiralda“ í bænum, að sögn Leós Snæs Sveinssonar sem kemur að stofnun hins nýja framboðs. Mikil óánægja Sjálfstæðismanna skapaðist þegar ákveðið var að hætta við prófkjör hjá flokknum í janúar, þó svo slíkt hefði ekki farið fram í 28 undanfarin ár. Heyrðust þá strax raddir um klofningsframboð, mögulega leitt af Írisi Róbertsdóttur, fyrrum varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins.

Íris neitaði fyrir að vera forsvarsmaður framboðsins, en sagðist þó ætla að mæta á fundinn í kvöld.

Leó Snær sagði að Íris væri „stór vinkill“ hvað framboðið varðaði, þó svo hún væri ekki sú eina.

 

Nú hefur verið skorað á Írisi að leiða nýja framboðið og hafa um 200 manns sett nafn sitt við áskorunina á undirskriftalista þess efnis. Þetta kemur fram á vefmiðlinum Eyjar.net.

„Við skorum á Írisi Róbertsdóttur að leiða nýtt framboðsafl í Vestmannaeyjum”

segir í yfirskriftinni.

„Ræðum málin áður en ráðist er til framkvæmda, leggjum áherslu á lýðræðisleg vinnubrögð. Höfum fjölbreyttar skoðanir og vinnum saman, betur má ef duga skal,”

segir einnig á undirskriftarlistanum.

 

Fundurinn hefst klukkan 18.15.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Uppruni þórðargleðinnar

Uppruni þórðargleðinnar
Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Guðbjartur verður framkvæmdastjóri Herjólfs

Guðbjartur verður framkvæmdastjóri Herjólfs
Eyjan
Í gær

Ólína spyr Brynjar: „Finnst þér virkilega að grunnþjónusta á borð við heilbrigðisþjónustu eigi að vera hagnaðardrifin?“

Ólína spyr Brynjar: „Finnst þér virkilega að grunnþjónusta á borð við heilbrigðisþjónustu eigi að vera hagnaðardrifin?“
Eyjan
Í gær

Reykjavík er næstdýrasta borg í Evrópu – Með dýrasta bjórinn og dýrustu söfnin

Reykjavík er næstdýrasta borg í Evrópu – Með dýrasta bjórinn og dýrustu söfnin
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fullyrti það að Sigmundur hefði haft einn aðstoðarmann – Þeir voru í reynd sjö

Fullyrti það að Sigmundur hefði haft einn aðstoðarmann – Þeir voru í reynd sjö
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vinstri Græn rekin með 13,7 milljóna tapi í fyrra

Vinstri Græn rekin með 13,7 milljóna tapi í fyrra