Eyjan

Bleikt
0
Fimmtudagur 26.apríl 2018
Eyjan

Samkomulag ASÍ og SA um starfsmannaleigur

Ritstjórn Eyjunnar skrifar
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 15:19

Ragnar Árnason (SA), Halldór Benjamín Þorbergsson (SA), Gylfi Arnbjörnsson (ASÍ), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (ASÍ), Halldór Grönvold (ASÍ).

Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtök atvinnulífsins (SA) undirrituðu í dag samkomulag um eftirlit
með launum og starfskjörum starfsmanna starfsmannaleiga, ábyrgð notendafyrirtækja og sérstaka
viðurkenningu starfsmannaleiga.

Jafnt starfsmannaleigur og notendafyrirtæki þurfa að vera meðvituð um skyldur sínar gagnvart
starfsmönnum, þannig að tryggt sé að starfsmenn starfsmannaleiga njóti þeirra kjara og réttinda sem
þeim ber.

Til að tryggja betur framangreind markmið og réttindi starfsmanna starfsmannaleiga eru
samningsaðilar sammála um eftirfarandi aðgerðir:

a) Starfsmannaleigum gefist kostur á að undirgangast sérstakt launaeftirlit af hálfu
stéttarfélaga og samráðsnefndar ASÍ og SA. Það felur í sér að þær leggi fram gögn svo að
hægt sé að sannreyna að þær uppfylli skilyrði laga og kjarasamninga varðandi laun og önnur
starfskjör starfsmanna sinna.

b) Samráðsnefnd ASÍ og SA veiti þeim starfsmannaleigum viðurkenningu sem undirgengist
hafa sérstakt launaeftirlit og uppfylla skilyrði samkomulagsins að öðru leyti.

c) Lögfest verði ábyrgð notendafyrirtækja á vangoldnum launum starfsmanna
starfsmannaleiga sbr. frumvarp félags- og jafnréttisráðherra sem dreift hefur verið á Alþingi,
mál nr. 468.

Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa axlað sameiginlega ábyrgð á uppbyggingu
vinnumarkaðarins og réttindum og skyldum sem þar gilda. Samtökin líta á það sem sameiginlegt
verkefni samtakanna að treysta í sessi heilbrigðan vinnumarkað þar sem gætt er að umsömdum
réttindum launafólks.

ASÍ og SA hafa látið sig málefni starfsmannaleiga varða. Kemur þá tvennt til, annars vegar að
starfsmenn þeirra eru nærri undantekningarlaust erlendir og því ríkari þörf fyrir eftirliti með kjörum
þeirra og hins vegar að starfsemi starfsmannaleiga felur í sér frávik frá meginreglu íslensks
vinnumarkaðar um að starfsmenn séu ráðnir ótímabundið beint til vinnuveitanda.

Við gerð samkomulags þessa eru 30 starfsmannaleigur skráðar hjá Vinnumálastofnun. Markmið
samkomulagsins er m.a. að tryggja réttindi starfsmanna þeirra og auka traust aðila vinnumarkaðarins
og notendafyrirtækja til starfsemi þeirra. Samningsaðilar leggja áherslu á að notendafyrirtæki, þ.e.
þau fyrirtæki sem eru með starfsmenn starfsmannaleiga í þjónustu sinni, sýni ábyrgð, taki ekki þátt í
brotum gegn starfsmönnum starfsmannaleiga og skipti einungis við starfsmannaleigur sem þau bera
traust til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af