fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Ragna verður kosningastýra Samfylkingarinnar

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 13:00

Ragna Sigurðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragna Sigurðardóttir hefur verið ráðin til að stýra kosningabaráttu Samfylkingarinnar í Reykjavík
fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Ragna lét nýverið af störfum sem formaður Stúdentaráðs
Háskóla Íslands, en hún gengdi því starfi síðastliðið ár fyrir hönd Röskvu – samtaka félagshyggjufólks
við Háskóla Íslands. Ragna hefur verið í ársleyfi frá námi í læknisfræði við Háskóla Íslands til að
gegna því starfi.

Samhliða námi hefur Ragna tekið virkan þátt í félagsstörfum við Háskóla Íslands. Árið 2016 stofnaði
hún félagið Hugrúnu – geðfræðslufélag ásamt öðrum nemendum við Háskóla Íslands, en samtökin
hafa það að markmiði að veita ókeypis fræðslu um geðheilbrigði og geðsjúkdóma í framhaldsskólum
landsins, auk þess að uppræta fordóma gegn andlegum veikindum.

Ragna sat í Stúdentaráði og Háskólaráði Háskóla Íslands sem einn tveggja fulltrúa stúdenta og tók
virkan þátt í stjórn Félags læknanema á fyrstu árum hennar í læknisfræði. Meðal helstu baráttumála
hennar sem formaður Stúdentaráðs voru húsnæðismál námsmanna, fjármögnun háskólastigsins og
geðheilbrigðismál stúdenta.

Ragna segist spennt að takast á við þau verkefni sem framundan eru í vor og jafnframt verkefnin í
borginni en hún skipar 9. sæti á lista Samfylkingarinnar.

„Ég vil þakka fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt við ráðninguna, ég er mjög spennt að takast á
við verkefnin framundan í vor og í borginni að kosningum loknum. Meirihlutinn í borginni hefur
skilað ótrúlega góðu kjörtímabili undir forystu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Núverandi
meirihluti hefur á tímabilinu lyft grettistaki í uppbyggingu íbúða í samstarfi við ungt fólk og stúdenta,
félög eldri borgara, verkalýðshreyfinguna, Búseta og önnur húsnæðisfélög sem eru ekki rekinn í
hagnaðarskyni. Á sama tíma hefur uppbygging íbúða í Reykjavík aldrei verið meiri. Þá er mikilvægt
að stefna núverandi meirihluta í skipulags- og samgöngumálum, velferðarmálum og menntamálum
verði fylgt eftir af krafti á næsta kjörtímabili svo Reykjavík verði áfram kraftmikil, lifandi og
umhverfisvæn borg fyrir alla – og ég vil beita mér fyrir því að svo verði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun