fbpx
Eyjan

Mesta íbúafjölgun í Reykjavík í tæp 30 ár

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 21:01

Búseti hefur byggt 203 íbúðir í Einholti og Þverholti sem gera það að verkum að íbúum í Norðurmýri fjölgar um sjö prósent.

Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 2,4% árið 2017 eða tæplega 3000 manns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg, byggt á tölfræði frá Hagstofu Íslands. Fjölgunin er sú mesta á einu ári í Reykjavík síðan 1988, þegar Grafarvogurinn var að byggjast upp.

Um er að ræða verulega breytingu frá því sem verið hefur undanfarna áratugi, sem hafa einkennst af fremur hófstilltum vexti. Fjölgunin er einnig vel yfir langtímaviðmiði aðalskipulags, þar sem gengið er út frá tæplega 1% meðalvexti á ári til ársins 2030.

Fjölgar mest á nýbyggingarsvæðum

Í einstökum hverfum er fjölgunin mest í Úlfarsárdal eða rúm 38% en þar hefur verið byggt mikið á undanförnum árum. Í Hamrahverfi í Grafarvogi fjölgar einnig um rúm 12% en þar skýrir uppbygging í Bryggjuhverfi fjölgunina en þar eru 280 íbúðir að byggjast upp.  Íbúafjölgun í Bryggjuhverfinu sjálfu er tæp 30%.

Einnig verður veruleg íbúafjölgun í Norðurmýri eða rúmlega 7%, en innan þess hverfis eru meðal annars nýbyggingar í Smiðjuholt þar sem Búseti hefur byggt um 203 íbúðir.

Lítils háttar fækkun innan Hringbrautar

Íbúafækkun milli ára í rótgrónum hverfum heyrir til undantekninga, en fækkun getur verið viðbúin vegna hinnar almennu langtímaþróunar um fækkun í heimili. Það er einkum í eldri úthverfum, austan Elliðaáa, sem greina má fækkun milli ár. Undantekningin frá þessu er í Efra-Breiðholti en þar er óvenju mikil fjölgun.

Fækkun íbúa á svæðinu innan Hringbrautar er aðeins lítilsháttar, 0,07% í Gamla Vesturbænum en 0,34% í Austurbænum. Það er athyglisvert í ljósi þess að margar íbúðir hafa verið nýttar til útleigu ferðamanna en nýbyggðum íbúðum á svæðinu, sem teknar hafa verið í notkun og vega mögulega á móti áhrifum skammtímaleigunnar, fjölgar óverulega milli ára.

Haraldur Sigurðsson sérfræðingur á skrifstofu sviðsstjóra á umhverfis- og skipulagssviði tók saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

„Er ekki rétt, þegar reynt er að rétta hlut og skjóta stoðum und­ir sjálf­stæða fjöl­miðla, að byrja á því að tryggja að Rík­is­út­varpið fari að lög­um?

„Er ekki rétt, þegar reynt er að rétta hlut og skjóta stoðum und­ir sjálf­stæða fjöl­miðla, að byrja á því að tryggja að Rík­is­út­varpið fari að lög­um?
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Dómsmálaráðherra segir „mikla ánægju“ með þróun mála hjá lögreglunni – Biggi lögga orðlaus

Dómsmálaráðherra segir „mikla ánægju“ með þróun mála hjá lögreglunni – Biggi lögga orðlaus
Eyjan
Í gær

Stuðningur við ríkisstjórnina fer minnkandi – 41,1 % fylgi

Stuðningur við ríkisstjórnina fer minnkandi – 41,1 % fylgi
Eyjan
Í gær

Vigdís heimfærir OR málið upp á Reykjavíkurborg: „Á ekki bara að eiga við þegar karlmenn brjóta á rétti kvenna – heldur líka þegar konur brjóta á rétti karla“

Vigdís heimfærir OR málið upp á Reykjavíkurborg: „Á ekki bara að eiga við þegar karlmenn brjóta á rétti kvenna – heldur líka þegar konur brjóta á rétti karla“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ráðuneytunum fjölgað – Ásmundur fær embættistitilinn félags- og barnamálaráðherra

Ráðuneytunum fjölgað – Ásmundur fær embættistitilinn félags- og barnamálaráðherra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leggur til að mannanafnanefnd verði lögð niður – Frjálst val við nafngift – Ný viðbót við -son og -dóttir

Leggur til að mannanafnanefnd verði lögð niður – Frjálst val við nafngift – Ný viðbót við -son og -dóttir