fbpx
Eyjan

Guðjón svarar Birni Bjarnasyni vegna ásakana um lygar: „Blákaldar staðreyndir sem kjósendur eiga rétt á að fá að vita um“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 13:28

Guðjón Friðriksson

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, er einn þeirra sem Björn Bjarnason sakaði í gær um að birta lygar og óhróður á Facebook um Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, líkt og Eyjan greindi frá.

Guðjón hafði samband við Eyjuna til að koma á framfæri svari sínu til Björns Bjarnasonar, hvar hann vísar öllum ummælum um lygar og óhróður til föðurhúsanna:

„Björn Bjarnason fv. ráðherra sakar mig um að dreifa óhróðri um Eyþór Arnalds, frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, á heimasíðu sinni. Hafa þau orð hans verið endurtekin á Eyjunni.is og í Fréttablaðinu í morgun. Hann segir m.a. að ávirðingar á Eyþór vegna gjaldþrots OZ og um rekstur Becromal séu rangar án þess að rökstyðja það.

Staðreyndin er sú að Becromal Iceland ehf á Akureyri var stofnað að frumkvæði Eyþórs Arnalds (sjá viðtal við hann í Frjálsri verslun 1.febr. 2015). Tap félagsins var milljarður króna árið 2015 og fimm milljarðar árið 2016. Skuldir félagsins voru þá 10,8 milljarðar og bókfært eigið fé neikvætt um 4,5 milljarða. Félagið er því í raun gjaldþrota.

Þá segir Björn að fullyrt sé án rökstuðnings að orkufyrirtæki sem ætlaði að virkja við Hagavatn hafi hagrætt „upplýsingum til að koma virkjuninni í nýtingarflokk“. Eyþór var stjórnarformaður svokallaðrar Hagavatnsvirkjunar og fullyrti hann og stjórn hans í umsókn sinni að yfirborð Hagavatns mundi hækka með virkjuninni og hefta þannig sandfok af uppþornuðum botni vatnsins og endurheimta gróðurþekju í grenndinni. Þessi fullyrðing var ekki studd neinum rannsóknum enda var henni mótmælt harðlega af vísindamönnum sem ógrunduðum og m.a. Ferðafélagi Íslands (sjá Morgunblaðið 17.febr. 2012, 4). Virkjunin komst því aldrei í nýtingarflokk.

Allir vita að Eyþór Arnalds var einn af eigendum gjaldþrotafyrirtækisins OZ og hann var einn af forsvarsmönnum búgarðabyggðar í Árborg. Svokallaður óhróður um Eyþór Arnalds er því ekki neinn óhróður heldur blákaldar staðreyndir sem kjósendur eiga rétt á að fá að vita um áður en þeir ganga að kjörborðinu í vor.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Dómsmálaráðherra segir „mikla ánægju“ með þróun mála hjá lögreglunni – Biggi lögga orðlaus

Dómsmálaráðherra segir „mikla ánægju“ með þróun mála hjá lögreglunni – Biggi lögga orðlaus
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Uppruni þórðargleðinnar

Uppruni þórðargleðinnar
Eyjan
Í gær

Vigdís heimfærir OR málið upp á Reykjavíkurborg: „Á ekki bara að eiga við þegar karlmenn brjóta á rétti kvenna – heldur líka þegar konur brjóta á rétti karla“

Vigdís heimfærir OR málið upp á Reykjavíkurborg: „Á ekki bara að eiga við þegar karlmenn brjóta á rétti kvenna – heldur líka þegar konur brjóta á rétti karla“
Eyjan
Í gær

Murakami kippir fótunum undan Nýja Nóbelnum

Murakami kippir fótunum undan Nýja Nóbelnum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leggur til að mannanafnanefnd verði lögð niður – Frjálst val við nafngift – Ný viðbót við -son og -dóttir

Leggur til að mannanafnanefnd verði lögð niður – Frjálst val við nafngift – Ný viðbót við -son og -dóttir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fullyrti það að Sigmundur hefði haft einn aðstoðarmann – Þeir voru í reynd sjö

Fullyrti það að Sigmundur hefði haft einn aðstoðarmann – Þeir voru í reynd sjö