fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Elliði í fimmta sæti í Eyjum: „Tek ég alvar­lega umræðu um þörf­ina á vald­dreif­ing­u“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 09:15

Pólitísk framtíð Elliða Vignissonar er með öllu óljós eftir kosningarnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, verður í fimmta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í næstu sveitastjórnarkosningum. Hildur Sólveig Sigurðardóttir mun skipa fyrsta sætið, en það er í fyrsta skipti í 20 ár sem kona skipar efsta sætið í Eyjum.

Elliði segist hafa tekið alvarlega þá umræðu sem skapast hefur meðal Sjálfstæðismanna um þörfina á valddreifingu og tekur undir þá skoðun að ákveðinn lýðræðishalli hafi fylgt því að vera í öruggasta sætinu, vera bæjarstjóri og með mestu reynsluna í senn:

„Eftir að hafa leitt list­ann úr fyrsta sæti í 12 ár tek ég alvar­lega umræðu um þörf­ina á vald­dreif­ing­u.  Ég get að mörgu leyti tekið undir þá skoðun að það fylgir því lýð­ræð­is­halli að vera í senn í örugg­asta sæt­inu, vera bæj­ar­stjóra­efni, odd­viti og sá sem er með lang­mestu reynsl­una.  Þessu vil ég mæta með því að færa mig niður í fram­boðs­sæti sem að við lítum á sem sæti vara­bæj­ar­full­trú­a.  Ég vil líka líta á það sem skref til að skapa aukna sátt að víkja sætis fyrir ungt og nýtt fólk sem ann­ars hefði ef til vill orðið að víkja af vett­vangi bæj­ar­mál­anna.“

Hann segist ekki kvíða því að leiða lista sem varabæjarfulltrúi:

„Ég kvíði því ekki að leiða list­ann sem vara­bæj­ar­full­trúi enda ríkir mik­ill ein­hugur hjá því góða fólki sem skipar fram­boðlist­ann.  Saman ætlum við leiða Sjálf­stæð­is­flokk­inn til sig­urs og gera góðan bæ enn betri á kom­andi kjör­tíma­bil­i.“

Hildur segist auðmjúk og þakklát fyrir traustið sem henni er sýnt:

„Ég er í senn auð­mjúk og þakk­lát fyrir það traust sem mér er sýnt með því að taka fyrsta sæti á fram­boðs­list­an­um. Það er ekki sjálf­gefið að ungri konu sé falið hlut­verk sem þetta og hvað þá að tvær konur skipi tvö efstu sæt­in.  Þetta tel ég bæði sýna styrk okkar sem flokks sem og þann hug sem reynslu­mikið fólk í starfi okkar ber til ungs fólks og kvenna. Eitt af því sem helst ein­kennir okkur fram­bjóð­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins er ein­lægur vilji til þess að halda áfram að gera sam­fé­lagið okkar betra og til að gera það mögu­legt hikar fólk ekki við að víkja til hliðar eigin hags­munum fyrir hags­muni heild­ar­inn­ar. Við viljum öll taka þátt í þeim verk­efnum sem framundan eru af áhuga og festu, til heilla fyrir íbúa Vest­manna­eyja.“

 

Fram­boðs­list­inn er sem hér seg­ir:

1.Hildur Sól­veig Sig­urð­ar­dótt­ir, sjúkra­þjálf­ari

2.Helga Kristín Kol­beins, skóla­meist­ari

3.Trausti Hjalta­son, fram­kvæmda­stjóri

4.Ey­þór Harð­ar­son, útgerð­ar­stjóri

5.Elliði Vign­is­son, odd­viti og bæj­ar­stjóri

6.Mar­grét Rós Ing­ólfs­dótt­ir, félags­fræð­ingur

7.Sig­ur­sveinn Þórð­ar­son, svæð­is­stjóri

8.Páll Mar­vin Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri

9.Andrea Guð­jóns Jón­as­dótt­ir, sjúkra­liði

10.Gísli Stef­áns­son, æsku­lýðs­full­trúi

11.Agnes Stef­áns­dótt­ir, fram­halds­skóla­nemi

12.Vignir Arnar Svaf­ars­son, sjó­maður

13.Klaudia Beata Wró­bel, nemi og túlkur

14.Bragi Ingi­berg Ólafs­son, eldri borg­ari

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn