fbpx
Eyjan

Björn Leví bendir á villurnar í fjármálaáætluninni

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. apríl 2018 09:06

Björn Leví Gunnarsson

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, skrifar grein í Morgunblaðið í dag, hvar hann gagnrýnir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem er víst uppfull af ritvillum og virðist ekki hafa verið lesin yfir:

„Til dæm­is eiga út­flutn­ings­verðmæti að hækka um bill­jón krón­ur á ár­un­um 2019 – 2023. Það er þó lík­lega villa miðað við upp­lýs­ing­ar sem koma ann­arsstaðar fram. Einnig er 10 millj­arða mun­ur á töl­um um vexti og skuld­bind­ing­ar, sem var að vísu villa. Það hef­ur gleymst að upp­færa ár­töl í ýms­um stefnu­mál­um þar sem þau eru bara af­rit frá því úr fjár­mála­áætl­un í fyrra. En það er ein­mitt það sem þessi fjár­mála­áætl­un er, af­rit frá því síðast. Stefn­an, í smá­atriðum, er ná­kvæm­lega eins,“

segir Björn Leví og heldur áfram:

„Það eru nokk­ur áherslu­atriði sem eru öðru­vísi, ekki vsk.-hækk­un á ferðaþjón­ust­una. 1% lækk­un á tekju­skatti sem gagn­ast auðvitað tekju­hærra fólki mun bet­ur en til dæm­is hækk­un á skatt­leys­is­mörk­um. Einnig er verið að hætta við sér­stakt átak í upp­bygg­ingu leigu­íbúða og hús­næðisstuðning­ur lækk­ar þannig á tíma­bili fjár­mála­áætl­un­ar­inn­ar. Þó efn­is­atriðin séu öll mjög áhuga­verð þá er formið einnig mjög áhuga­vert. Það átti til dæm­is að koma miklu betri grein­ar­gerð um það hvernig rík­is­stjórn­in ætlaði að upp­fylla grunn­gildi laga um op­in­ber fjár­mál. Vant­ar. Það er villa upp á næst­um bill­jón krón­ur (já, bill­jón) í mark­miðum um út­flutn­ings­verðmæti. Okk­ur er lofað skulda­lækk­un­um til þess að minnka vaxta­kostnað en samt er vaxta­kostnaður að aukast yfir tíma­bil fjár­mála­áætl­un­ar­inn­ar. Að auki er fullt af áhuga­verðum þver­sögn­um í mark­miðum mál­efna­sviðanna. Eldri borg­ur­um er t.d. að fjölga en eitt mark­mið er að þeim geri það ekki.“

Að sögn Björns Leví, höfðu svokallaðir nefndarritarar ekki fengið eintak af áætluninni:

„Til þess að fara bet­ur yfir ýmis atriði og þess­ar at­huga­semd­ir sem ég var bú­inn að safna sam­an þá mælti ég mér mót við nefnd­ar­rit­ara, en þeir aðstoða okk­ur þing­menn við grein­ing­ar á ýms­um þing­mál­um, til þess að at­huga hvort ég væri nokkuð að mis­skilja eitt­hvað. Þá kom babb i bát­inn, nefnd­ar­rit­ar­ar höfðu ekki enn fengið ein­tak af fjár­mála­áætl­un­inni vegna þess að það var verið að prenta nýtt upp­lag. Gamla út­gáf­an var með of mörg­um vill­um.“

Björn Leví gagnrýnir að lokum vinnubrögðin í kringum málið allt:

„Ég hefði talið eðli­legt að þing­menn, starfs­fólk og fjár­málaráð hefði verið upp­lýst um vill­ur um leið og vitað var um þær, sér­stak­lega af því að þær voru svo mikl­ar að það þurfti að prenta nýtt upp­lag af áætl­un­inni. Einnig hefði verið mjög hjálp­legt að fá til­kynn­ingu þegar það var búið að upp­færa ra­f­rænu út­gáf­una á Alþing­isvefn­um. Berg­málið sem ómar um þing­húsið um ný og fag­leg vinnu­brögð og efl­ingu Alþing­is er mjög kald­hæðnis­legt þessa dag­ana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Deilt um „Eiffelturninn“ sem rísa skal á toppi Úlfarsfells: „Flestir hafa áhyggjur af sjónmengun og geislun“

Deilt um „Eiffelturninn“ sem rísa skal á toppi Úlfarsfells: „Flestir hafa áhyggjur af sjónmengun og geislun“
Eyjan
Í gær

Birkir Hólm Guðnason tekur við sem forstjóri Samskipa hf

Birkir Hólm Guðnason tekur við sem forstjóri Samskipa hf
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Félagsbústaðir fá fjárveitingu – Utangarðsfólk fær smáhýsi

Félagsbústaðir fá fjárveitingu – Utangarðsfólk fær smáhýsi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ríkisstyrkt fjárfesting og skattlaus

Ríkisstyrkt fjárfesting og skattlaus
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Rósa grætur þegar hún hugsar til þess að flytja enn einu sinni: „Það var verið að refsa okkur“

Rósa grætur þegar hún hugsar til þess að flytja enn einu sinni: „Það var verið að refsa okkur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Landsbankinn greiðir 9,5 milljarða króna í sérstaka arðgreiðslu

Landsbankinn greiðir 9,5 milljarða króna í sérstaka arðgreiðslu